Bandaríkjamenn styðja Fogh Rasmussen Guðjón Helgason skrifar 21. mars 2009 12:14 Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. MYND/AP Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Jim Hoagland, Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur, á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag. Hoagland hefur tvívegis holtið Pulitzer verðlaunin margfrægu fyrir skrif sín. Í dálk á vef Washington Post í morgun fjallar hann um stefnu Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Í lok greinarinnar segir hann að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi flogið á laun til Sviss fyrr í þessum mánuði til fundar við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en Fogh Rasmussen var hafi þá verið þar í fríi. Þar hafi Jones greint forsætisráðherranum frá því að bandarísk stjórnvöld styddu hann í embætti framkvæmdastjóra NATO. Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer hefur verið framkvæmdastjóri bandalagsins síðan í janúar 2004 þegar hann tók við af Robertson lávarði. De Hoop Scheffer lætur af embætti um mitt þetta ár. Arftaki hans verður kosinn á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður bæði í Frakklandi og Þýskalandi í byrjun apríl en í ár eru 60 ár liðin frá stofnun NATO. Fogh Rasmussen hefur verið sterklega orðaður við embættið og nýtur til þess víðtæks stuðnings frá aðildarríkjunum, þar á meðal stuðningi Breta, Frakka og Þjóðverja. Tyrkir eru hins vegar sagðir mjög mótfallnir að danski forsætisráðherrann taki við. Það mun vera vegna þess að Danir hafa leyft kúrdísku sjónvarpsstöðinni ROJ að starfa í Danmörku en hún er útlæg í Tyrklandi þar sem Tykir telja hana styðja hryðjuverkamenn úr röðum PKK. Einnig eru Tyrkir sagðir reiðir danska forsætisráðherranum vegna Múhameðsteikninganna svokölluðu. Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira
Bandaríks stjórnvöld ætla að styðja Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, í embætti framkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins. Þetta fullyrðir Jim Hoagland, Pulitzer verðlaunaður dálkahöfundur, á vef bandaríska dagblaðsins Washington Post í dag. Hoagland hefur tvívegis holtið Pulitzer verðlaunin margfrægu fyrir skrif sín. Í dálk á vef Washington Post í morgun fjallar hann um stefnu Bandaríkjamanna og Atlantshafsbandalagsins í Afganistan. Í lok greinarinnar segir hann að James Jones, þjóðaröryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta, hafi flogið á laun til Sviss fyrr í þessum mánuði til fundar við Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, en Fogh Rasmussen var hafi þá verið þar í fríi. Þar hafi Jones greint forsætisráðherranum frá því að bandarísk stjórnvöld styddu hann í embætti framkvæmdastjóra NATO. Hollendingurinn Jaap de Hoop Scheffer hefur verið framkvæmdastjóri bandalagsins síðan í janúar 2004 þegar hann tók við af Robertson lávarði. De Hoop Scheffer lætur af embætti um mitt þetta ár. Arftaki hans verður kosinn á leiðtogafundi NATO sem haldinn verður bæði í Frakklandi og Þýskalandi í byrjun apríl en í ár eru 60 ár liðin frá stofnun NATO. Fogh Rasmussen hefur verið sterklega orðaður við embættið og nýtur til þess víðtæks stuðnings frá aðildarríkjunum, þar á meðal stuðningi Breta, Frakka og Þjóðverja. Tyrkir eru hins vegar sagðir mjög mótfallnir að danski forsætisráðherrann taki við. Það mun vera vegna þess að Danir hafa leyft kúrdísku sjónvarpsstöðinni ROJ að starfa í Danmörku en hún er útlæg í Tyrklandi þar sem Tykir telja hana styðja hryðjuverkamenn úr röðum PKK. Einnig eru Tyrkir sagðir reiðir danska forsætisráðherranum vegna Múhameðsteikninganna svokölluðu.
Erlent Fréttir Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre Sjá meira