Skemmtiatriði í sveitarstjórnum 9. desember 2009 06:30 Nú þegar litið er til komandi kosninga í sveitarstjórnir á Íslandi í vor kann öllum sanngjörnum mönnum að vera ljóst að illa höfum við nýtt tækifæri til sameiningar sveitarfélaga á liðnum árum. Nýlegar uppákomur í sveitarstjórnum í stærri og smærri sveitarfélögum vísa til þess að þar gildi önnur sjónarmið oft en þau að láta hag fjöldans ráða, þar fari fyrst á áhugalista sveitarstjórnarmanna þrengri sjónarmið, jafnvel smáskítleg persónuleg valdaþrá. Það gengur hægt að vinna að sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Sveitarfélög með færri en 500 íbúa eru 30, sveitarfélög með 500 til 1000 íbúa eru 15. Það segir sig sjálft að slík samfélög eru lítils megnug og verða að semja við nágrannasveitarfélög um flesta þjónustu sem þeim er lögskyld. Það er til marks um getuleysi löggjafans að ekki hefur hraðar gengið í sameiningu smærri sveitarfélaga, enda er hið úrelta og óhagstæða skipulag valdað af ólýðræðislegu atkvæðamagni í dreifðari byggðum og valdað af þingmönnum sem standa í því skjóli. Á höfuðborgarsvæðinu töldu menn skynsamlegt fyrir tíu árum að fækka sveitarfélögum í tvö stór sveitarfélög, annað frá Kjalarnesi að Kópavogslæk, hitt þaðan í suður allt suður á Vatnsleysuströnd. Sumir vilja ganga enn lengra og segja hagsmuni íbúa á þessu svæði best varða í einu stóru sveitarfélagi, ekki aðeins með tilheyrandi endurskipulagningu heldur ekki síður með aukinni og bættri yfirsýn yfir landsvæði sem er nú eitt atvinnusvæði. Er hagsmunum íbúa betur komið í enn stærri sveitarfélögum suður og norður og fyrir austan: einu stóru sveitarfélagi frá söndunum að Selvogi, einu stóru sveitarfélagi á Reykjanesi frá Selvogi að Straumi, einu frá Hvalfjarðarmynni að Hnappadal, sveitarfélagi á Snæfellsnesi, Dölum með Barðaströnd og suðurhluta Stranda, sveitarfélagi frá Hrútafirði að Húsavík. Nú þegar kreppir að allri þjónustu sem við teljum sjálfsagða verður að líta til sameiningar og endurskipulags á embættiskerfi sveitarfélaga. Þar er við ramman reip að draga, starfsmannahald er samofið stjórnmálahreyfingum á hverjum stað, þar sitja menn í skjóli sem hróflað var upp í einhverjum meirihlutanum í kerfi sem leiðir til slakrar stjórnunar, ófaglegra ákvarða og vafasamra fjárfestinga. Fylgifiskur smæðar er hreppapólitík, hagur heildar hverfur fyrir plássfrekum eiginhagsmunaseggjum. Í sinni ömurlegustu mynd geta fámenn sveitarfélög sett nágrönnum sínum og þjóðinni allri stólinn fyrir dyrnar eins og sannast best á fyrirganginum í Ölfushreppi sem vilja troða gufuaflsvirkjun ofan í hálsmálið á Hvergerðingum og tilkynna Sunnlendingum, þingi og framkvæmdarvaldi að þeir hyggist taka brúartoll liggi raflínur um hraunmelana ofan við Þorlákshöfn. Það er margt úrelt og fjarstæðukennt í byggðastjórn á Íslandi, en neyðin ætti að kenna mönnum að hugsa upp á nýtt, sækja fram en hætta búhokri í hróðugri heimsku, sameina en sundra ekki, laga það sem komið er í flækju af manna völdum. Stór umskipti í sameiningu sveitarfélaga á Íslandi er brýn söguleg nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun
Nú þegar litið er til komandi kosninga í sveitarstjórnir á Íslandi í vor kann öllum sanngjörnum mönnum að vera ljóst að illa höfum við nýtt tækifæri til sameiningar sveitarfélaga á liðnum árum. Nýlegar uppákomur í sveitarstjórnum í stærri og smærri sveitarfélögum vísa til þess að þar gildi önnur sjónarmið oft en þau að láta hag fjöldans ráða, þar fari fyrst á áhugalista sveitarstjórnarmanna þrengri sjónarmið, jafnvel smáskítleg persónuleg valdaþrá. Það gengur hægt að vinna að sameiningu sveitarfélaga á Íslandi. Sveitarfélög með færri en 500 íbúa eru 30, sveitarfélög með 500 til 1000 íbúa eru 15. Það segir sig sjálft að slík samfélög eru lítils megnug og verða að semja við nágrannasveitarfélög um flesta þjónustu sem þeim er lögskyld. Það er til marks um getuleysi löggjafans að ekki hefur hraðar gengið í sameiningu smærri sveitarfélaga, enda er hið úrelta og óhagstæða skipulag valdað af ólýðræðislegu atkvæðamagni í dreifðari byggðum og valdað af þingmönnum sem standa í því skjóli. Á höfuðborgarsvæðinu töldu menn skynsamlegt fyrir tíu árum að fækka sveitarfélögum í tvö stór sveitarfélög, annað frá Kjalarnesi að Kópavogslæk, hitt þaðan í suður allt suður á Vatnsleysuströnd. Sumir vilja ganga enn lengra og segja hagsmuni íbúa á þessu svæði best varða í einu stóru sveitarfélagi, ekki aðeins með tilheyrandi endurskipulagningu heldur ekki síður með aukinni og bættri yfirsýn yfir landsvæði sem er nú eitt atvinnusvæði. Er hagsmunum íbúa betur komið í enn stærri sveitarfélögum suður og norður og fyrir austan: einu stóru sveitarfélagi frá söndunum að Selvogi, einu stóru sveitarfélagi á Reykjanesi frá Selvogi að Straumi, einu frá Hvalfjarðarmynni að Hnappadal, sveitarfélagi á Snæfellsnesi, Dölum með Barðaströnd og suðurhluta Stranda, sveitarfélagi frá Hrútafirði að Húsavík. Nú þegar kreppir að allri þjónustu sem við teljum sjálfsagða verður að líta til sameiningar og endurskipulags á embættiskerfi sveitarfélaga. Þar er við ramman reip að draga, starfsmannahald er samofið stjórnmálahreyfingum á hverjum stað, þar sitja menn í skjóli sem hróflað var upp í einhverjum meirihlutanum í kerfi sem leiðir til slakrar stjórnunar, ófaglegra ákvarða og vafasamra fjárfestinga. Fylgifiskur smæðar er hreppapólitík, hagur heildar hverfur fyrir plássfrekum eiginhagsmunaseggjum. Í sinni ömurlegustu mynd geta fámenn sveitarfélög sett nágrönnum sínum og þjóðinni allri stólinn fyrir dyrnar eins og sannast best á fyrirganginum í Ölfushreppi sem vilja troða gufuaflsvirkjun ofan í hálsmálið á Hvergerðingum og tilkynna Sunnlendingum, þingi og framkvæmdarvaldi að þeir hyggist taka brúartoll liggi raflínur um hraunmelana ofan við Þorlákshöfn. Það er margt úrelt og fjarstæðukennt í byggðastjórn á Íslandi, en neyðin ætti að kenna mönnum að hugsa upp á nýtt, sækja fram en hætta búhokri í hróðugri heimsku, sameina en sundra ekki, laga það sem komið er í flækju af manna völdum. Stór umskipti í sameiningu sveitarfélaga á Íslandi er brýn söguleg nauðsyn.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun