NBA í nótt: Duncan tryggði San Antonio sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. desember 2009 11:00 Tim Duncan var hetja San Antonio í nótt. Mynd/AP Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta. NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Tim Duncan tryggði San Antonio nauman sigur á Indiana, 100-99, í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Hann gerði það með stæl en hann tróð yfir Roy Hibbert þegar 4,6 sekúndur voru til leiksloka. San Antonio byrjaði betur í leiknum en hafði þó aðeins fimm stiga forystu í hálfleik, 50-45. Þá tók Indiana við sér og kom sér í þrettán stiga forystu, 83-70, áður en síðasti leikhlutinn hófst. San Antonio náði svo að saxa á forskotið jafnt og þétt og síðustu fimm mínútur leiksins voru jafnar og spennandi. TJ Ford fékk svo tækifæri til að tryggja Indiana sigurinn með síðasta skoti leiksins en Tim Duncan náði að trufla hann nægilega mikið þannig að skotið geigaði. Þetta var 700. sigur þjálfarans Gregg Popvich með San Antonio. Og hann getur að mestu leyti þakkað Duncan fyrir sigurinn. Hann var með nítján stig og sextán fráköst, þar af átta stig og sjö fráköst í fjórða leikhluta. Tony Parker kom næstur með fimmtán. Hjá Indiana var Troy Murphy stigahæstur með 21 stig og Roy Hibbert var með 20. Phoenix vann Washington, 121-95, og vann þar með sinn tíunda leik í röð a heimavelli þar sem liðið er enn taplaust á tímabilinu. Steve Nash var með fimmtán stig og fimmtán stoðsendingar þó svo að hann hafi hvílt í fjórða leikhluta. Amare Stoudemire var með 23 stig og fjórtán fráköst og Jason Richardson 22 stig. Lakers vann New Jersey, 103-84. Kobe Bryant var með 29 stig og tíu fráköst en þarna mættust liðin með annars vegar besta árangur deildarinnar og hins vegar þann versta. Utah vann Charlotte, 110-102. Deron Williams var með 23 stig og tíu stoðsendingar og Carlos Boozer með 22 stig og ellefu fráköst. Orlando vann Portland, 92-83. Dwight Howard var með 12 stig, 20 fráköst og fjögur varin skot fyrir Orlando. Rashard Lewis var með fimmtán stig. LA Clippers vann Philadelphia, 112-107, í framlengdum leik. Chris Kaman var með 24 stig og Baron Davis 20. Sacramento vann Milwaukee, 96-95. Tyreke Evans skoraði sigurkörfuna með öfugu sniðskoti þegar tæp sekúnda var eftir af leiknum. Houston vann Oklahoma City, 95-90. Trevor Ariza skoraði 31 stig í leiknum og setti niður fimm þriggja stiga körfur. Chicago vann Atlanta, 101-98, í framlengdum leik. Derrick Rose skoraði 32 stig sem er persónulegt met en Joe Johnson skoraði alls 40 stig í leiknum fyrir Atlanta.
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira