Umfjöllun: Sameinað átak kom KR-konum aftur á sigurbrautina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2009 22:16 Unnur Tara Jónsdóttir sést sér á flugi í leiknum í kvöld. Mynd/Valli KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum. „Þetta vorum við í dag," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir leikinn en hún gat nú beitt sér á fullu á ný eftir að hafa verið í basli með bakið á sér í síðustu leikjum. Hildur var ein af fimm leikmönnum KR-liðsins sem skoruðu á milli 9 til 15 stig en atkvæðamest var Unnur Tara Jónsdóttir sem átti flotta innkomu af bekknum. KR-liðið tók frumkvæðið í byrjun og var 18-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurliðið átti nokkra spretti sem hélt þeim inn í leiknum en liðið varð fyrir áfall þegar 6 mínútur og 22 sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta þegar Bryndís Guðmundsdóttir meiddist á ökkla. Staðan var þá 22-15 fyrir KR og Bryndís var þegar búin að taka 10 fráköst í leiknum. KR vann næstu sex mínútur 11-1 og var á endanum með 16 stiga forskot í hálfleik, 35-19. Keflavíkurliðið missti algjörlega taktinn við brotthvarf Bryndísar. „Lífið er bara þannig að það á að koma maður í manns stað en það gerði það ekki. Við misstum trúna um leið og hún fór útaf," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur en hann hefur ekki áhyggjur af meiðslum Bryndísar þó að hún hafi ekki spilað meira í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði reyndar 9 stig á fyrstu 4 mínútum seinni hálfleiks og Keflavík kom muninum niður í níu stig, 40-31. Nýju þjálfarar KR-liðsins, Hörður Gauti Gunnarsson og Finnur Freyr Stefánsson, tóku þá leikhlé og liðið svaraði með því að vinna næstu þrjár mínútur 12-0. Sigur KR var aldrei í hættu eftir það. á ný. Birna Valgarðsdóttir vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik og skoraði þá 20 af stigum sínum en það hafði líka mikil áhrif að Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir klippti nánast Kristi Smith út úr leiknum. Kristi skoraði flest öll stigin sín þegar Gróa sat á bekknum. Unnur Tara Jónsdóttir átti mjög flotta innkomu af bekknum hjá KR en eins áttu Hildur, Signý Hermannsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir fínan dag, Jenny Pfieffer-Finora setti niður nokkur góð langskot og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var flott í vörninni. KR-Keflavík 70-55 (35-19 í hálfleik) Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 15, Jenny Pfeiffer-Finora 12, Hildur Sigurðardóttir 11 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Signý Hermannsdóttir 11 (14 fráköst, 6 varin skot), Margrét Kara Sturludóttir 9 (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolnir), Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 5, Jóhanna Sveinsdóttir 1.Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22 (9 fráköst, 4 varin skot, 3 stolnir), Kristi Smith 14 (8 fráköst, hitti aðeins úr 5 af 18 skotum), Marín Rós Karlsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 4 (10 fráköst á 14 mín.), Rannveig Randversdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 1, Telma Ásgeirsdóttir 1. Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira
KR-konur eru komnar aftur á sigurbraut í kvennakörfunni eftir fimmtán stiga sigur á Keflavík, 70-55, í DHL-Höllinni í kvöld. Það má segja að frábær liðsvörn og sameinað átak í sókninni hafi lagt grunninn að sigrinum eitthvað sem KR-liðið hefur farið langt á í vetur en vantaði tilfinnanlega í bikartapinu á móti Hamar á dögunum. „Þetta vorum við í dag," sagði Hildur Sigurðardóttir, fyrirliði KR eftir leikinn en hún gat nú beitt sér á fullu á ný eftir að hafa verið í basli með bakið á sér í síðustu leikjum. Hildur var ein af fimm leikmönnum KR-liðsins sem skoruðu á milli 9 til 15 stig en atkvæðamest var Unnur Tara Jónsdóttir sem átti flotta innkomu af bekknum. KR-liðið tók frumkvæðið í byrjun og var 18-10 yfir eftir fyrsta leikhlutann. Keflavíkurliðið átti nokkra spretti sem hélt þeim inn í leiknum en liðið varð fyrir áfall þegar 6 mínútur og 22 sekúndur voru eftir af öðrum leikhluta þegar Bryndís Guðmundsdóttir meiddist á ökkla. Staðan var þá 22-15 fyrir KR og Bryndís var þegar búin að taka 10 fráköst í leiknum. KR vann næstu sex mínútur 11-1 og var á endanum með 16 stiga forskot í hálfleik, 35-19. Keflavíkurliðið missti algjörlega taktinn við brotthvarf Bryndísar. „Lífið er bara þannig að það á að koma maður í manns stað en það gerði það ekki. Við misstum trúna um leið og hún fór útaf," sagði Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkur en hann hefur ekki áhyggjur af meiðslum Bryndísar þó að hún hafi ekki spilað meira í leiknum. Birna Valgarðsdóttir skoraði reyndar 9 stig á fyrstu 4 mínútum seinni hálfleiks og Keflavík kom muninum niður í níu stig, 40-31. Nýju þjálfarar KR-liðsins, Hörður Gauti Gunnarsson og Finnur Freyr Stefánsson, tóku þá leikhlé og liðið svaraði með því að vinna næstu þrjár mínútur 12-0. Sigur KR var aldrei í hættu eftir það. á ný. Birna Valgarðsdóttir vaknaði ekki fyrr en í seinni hálfleik og skoraði þá 20 af stigum sínum en það hafði líka mikil áhrif að Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir klippti nánast Kristi Smith út úr leiknum. Kristi skoraði flest öll stigin sín þegar Gróa sat á bekknum. Unnur Tara Jónsdóttir átti mjög flotta innkomu af bekknum hjá KR en eins áttu Hildur, Signý Hermannsdóttir og Margrét Kara Sturludóttir fínan dag, Jenny Pfieffer-Finora setti niður nokkur góð langskot og Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir var flott í vörninni. KR-Keflavík 70-55 (35-19 í hálfleik) Stig KR: Unnur Tara Jónsdóttir 15, Jenny Pfeiffer-Finora 12, Hildur Sigurðardóttir 11 (9 fráköst, 5 stoðsendingar), Signý Hermannsdóttir 11 (14 fráköst, 6 varin skot), Margrét Kara Sturludóttir 9 (9 fráköst, 4 stoðsendingar, 4 stolnir), Guðrún Þorsteinsdóttir 6, Helga Einarsdóttir 5, Jóhanna Sveinsdóttir 1.Stig Keflavíkur: Birna Valgarðsdóttir 22 (9 fráköst, 4 varin skot, 3 stolnir), Kristi Smith 14 (8 fráköst, hitti aðeins úr 5 af 18 skotum), Marín Rós Karlsdóttir 9, Bryndís Guðmundsdóttir 4 (10 fráköst á 14 mín.), Rannveig Randversdóttir 2, Svava Stefánsdóttir 2, Hrönn Þorgrímsdóttir 1, Telma Ásgeirsdóttir 1.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Fótbolti Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Sjá meira