Erlent

Nærri 200 fallið

Pakistanskir hermenn við eftirlit í Swat-dal í norðvestur Pakistan í dag.
Pakistanskir hermenn við eftirlit í Swat-dal í norðvestur Pakistan í dag. MYND/AP
Nærri 200 herskáir Talíbanar og al-Kaída liðar hafa fallið í stórsókn pakistanska hersins gegn þeim sem hófst í norðvestur Pakistan á fimmtudagskvöldið. 44 herskáir Talíbanar munu hafa fallið á síðasta sólahring.

Talið er að hátt í milljón almennir borgarar séu á flótta frá átakasvæðum í Swat-dal og flóttamannabúðir að fyllast.

Yousuf Raza Gilani, forsætisráðherra Pakistans, segir pakistanska herinn berjast fyrir sjálfstæði landsins. Ekki sé um stríð að ræða í hefðbundnum skilningi heldur henað gegn vígamönnum sem beiti skæruhernaði á móti.

Gilani segir að allt verði gert til að tryggja að átök verði sakmmvinn og stórsókninni ljúki sem fyrst. Öryggi almennra borgara verði tryggt eftir fremsta megni og að mannfall úr röðum borgara verði sem minnst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×