Ekki svara! Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 13. júlí 2009 00:01 Ein af mörgum einkennilegum hliðum mannsins er spennufíknin, þörfin til að verða hræddur. Í árdaga uppfyllti dagleg tilvera þessa þrá, óttinn við að verða úti eða vera étinn, en nú á tímum þarf að sækja adrenalínið handvirkt. Í fjármálaheiminum kallast spennuþörfin áhættusækni og þótti um tíma eftirsóknarverður kostur. Við armingjarnir sem lítið kunnum með peninga að fara leitum að útrás eftir ódýrari leiðum, til dæmis í keppnisíþróttum, tívolí-um eða hættulegum samböndum. Á fyrstu dögum kynþroskans þótti okkur vinkonunum langmest spennandi að fara í andaglas. Svo uppgötvuðum við stranglega bannaðar hryllingsmyndir sem hræddu okkur ánægjulega upp úr skónum. Sígilt þema þeirra var hroðalegur morðingi við dyrnar. Jafnvel var nóg að hann hringdi með ógnvekjandi skilaboð, að svara slíku símtali gat jafngilt dauðadómi. „Ekki svara, ekki svara!" görguðum við æstar og grúfðum svo andlitið ofan í hálsmálið á næsta manni. Við höfðum séð nógu margar ógeðs-myndir til að þekkja hættuna og höfðum heyrt skilaboðin nógu oft: Verið hrædd. Verið mjööög hrædd. Á blómaskeiði efnahagsundursins birtist hér í einhverju blaði frétt sem umsvifalaust var flokkuð sem ómerkilegt slúður. Eftir á að hyggja var þetta þvert á móti stórfrétt, véfrétt með magnað forspárgildi. Hún sagði frá því þegar frægur auðmaður kom við í sjoppu og fékk sér ís. Þegar kom að því að borga gat hann það því miður ekki, því æ, æ, veskið hafði orðið eftir heima. Nú er óþægilegt að skila ís í brauðformi og kannski hafði hann ekki lánstraust í þessari sjoppu. En þó að auðmaðurinn hefði gleymt veskinu þá var hann sem betur fer með símann og gat hringt í mömmu sem brunaði af stað til að leysa drenginn sinn út. Göfugmennskan hefur undanfarið molnað töluvert af auðmönnum landsins. Með arðinn í vasanum af ógreiddum skuldum við þjóðina þykir þeim nú sæmandi að hringja og fara fram á afslátt og ívilnun. Finnst það kannski sanngjörn skylda okkar sem eins konar móður að leysa drengina úr klípunni. Við sem ólum okkur upp á hryllingsmyndum munum hins vegar mætavel að hættulega fólkið svífst einskis og hættir ekki af sjálfsdáðum. Þegar síminn glymur er áríðandi að muna hið fornkveðna: Ekki svara! Ekki svara! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Ein af mörgum einkennilegum hliðum mannsins er spennufíknin, þörfin til að verða hræddur. Í árdaga uppfyllti dagleg tilvera þessa þrá, óttinn við að verða úti eða vera étinn, en nú á tímum þarf að sækja adrenalínið handvirkt. Í fjármálaheiminum kallast spennuþörfin áhættusækni og þótti um tíma eftirsóknarverður kostur. Við armingjarnir sem lítið kunnum með peninga að fara leitum að útrás eftir ódýrari leiðum, til dæmis í keppnisíþróttum, tívolí-um eða hættulegum samböndum. Á fyrstu dögum kynþroskans þótti okkur vinkonunum langmest spennandi að fara í andaglas. Svo uppgötvuðum við stranglega bannaðar hryllingsmyndir sem hræddu okkur ánægjulega upp úr skónum. Sígilt þema þeirra var hroðalegur morðingi við dyrnar. Jafnvel var nóg að hann hringdi með ógnvekjandi skilaboð, að svara slíku símtali gat jafngilt dauðadómi. „Ekki svara, ekki svara!" görguðum við æstar og grúfðum svo andlitið ofan í hálsmálið á næsta manni. Við höfðum séð nógu margar ógeðs-myndir til að þekkja hættuna og höfðum heyrt skilaboðin nógu oft: Verið hrædd. Verið mjööög hrædd. Á blómaskeiði efnahagsundursins birtist hér í einhverju blaði frétt sem umsvifalaust var flokkuð sem ómerkilegt slúður. Eftir á að hyggja var þetta þvert á móti stórfrétt, véfrétt með magnað forspárgildi. Hún sagði frá því þegar frægur auðmaður kom við í sjoppu og fékk sér ís. Þegar kom að því að borga gat hann það því miður ekki, því æ, æ, veskið hafði orðið eftir heima. Nú er óþægilegt að skila ís í brauðformi og kannski hafði hann ekki lánstraust í þessari sjoppu. En þó að auðmaðurinn hefði gleymt veskinu þá var hann sem betur fer með símann og gat hringt í mömmu sem brunaði af stað til að leysa drenginn sinn út. Göfugmennskan hefur undanfarið molnað töluvert af auðmönnum landsins. Með arðinn í vasanum af ógreiddum skuldum við þjóðina þykir þeim nú sæmandi að hringja og fara fram á afslátt og ívilnun. Finnst það kannski sanngjörn skylda okkar sem eins konar móður að leysa drengina úr klípunni. Við sem ólum okkur upp á hryllingsmyndum munum hins vegar mætavel að hættulega fólkið svífst einskis og hættir ekki af sjálfsdáðum. Þegar síminn glymur er áríðandi að muna hið fornkveðna: Ekki svara! Ekki svara!