NBA í nótt: Nowitzky með 29 stig í einum leikhluta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. nóvember 2009 09:00 Dirk Nowitzky fór mikinn í nótt. Nordic Photos / Getty Images Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst. NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira
Dirk Nowitzky, leikmaður Dallas, fór mikinn í nótt er hann setti niður 29 stig í fjórða leikhluta og tryggði sínum mönnum sigur, 96-85, á Utah á heimavelli í gær. Þetta er einnig nýtt félagsmet hjá Dallas en það gamla átti Mark Aguirre er hann skoraði 24 stig í einum leikhluta í leik gegn Denver árið 1984. Dallas var sextán stigum undir, 72-56, í upphafi fjórða leikhluta en stuttu síðar komst liðið á 19-6 sprett og náði að jafna metin þegar tæpar þrjár mínútur voru til leiksloka. Nowitzky fór mikinn á þessum kafla og raðaði niður körfunum. Alls hitti hann úr sjö af átta skotum sínum utan af velli og setti niður öll fjórtán vítaköstin sín. Wilt Chamberlain á metið fyrir flest stig í fjórða leikhluta. Hann skoraði 31 stig er hann skoraði 100 stig í leik með Philadelphia Warriors gegn New York Knicks árið 1962. Þeir George Gervin og Carmelo Anthony deila metinu fyrir flest stig í einum leikhluta eða 33 talsins. Gervin setti metið árið 1978 og Anthony jafnaði það í desember í fyrra. LA Lakers vann Oklahoma City, 101-98, í framlengdum leik. Kobe Bryant skoraði 31 stig í leiknum og sigurkörfuna í framlengingunni. Phoenix vann Miami, 104-96. Steve Nash var með 30 stig og átta stoðsendingar en þetta var fyrsta tap Miami í haust. Phoenix er hins vegar enn ósigrað. Atlanta vann Portland, 97-91, þar sem Jamal Crawford skoraði 27 stig þó svo að hann hefði ekki verið í byrjunarliðinu. LaMarcus Aldridge var stigahæstur hjá Portland með 20 stig og fjórtán fráköst. Denver vann Indiana, 111-93. Carmelo Anthony skoraði 25 stig og Chauncey Billups bætti við 24. Denver hefur nú unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni og hefur ekki byrjað betur í 24 ár. Boston vann Philadelphia, 105-74. Paul Pierce var með 24 stig, Rasheed Wallace var með 20 en þeir Kevin Garnett og Ray Allen voru samanlagt aðeins með átta stig í leiknum. Boston hefur unnið alla fimm fyrstu leiki sína. Cleveland vann Washington, 102-90. LeBron James skoraði 27 stig og Shaquille O'Neal 21. Detroit vann Orlando, 85-80, þar sem Ben Gordon skoraði 23 stig og Rodney Stuckey bætti við 20. Þetta var fyrsta tap Orlando á tímabilinu. Tayshaun Prince missti af leiknum vegna bakmeiðsla en hann hafði leikið 496 leiki í röð þar til í gær. Chicago vann Milwaukee, 83-81. Luol Deng var með 24 stig og 20 fráköst.
NBA Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Sjá meira