Klökkar kærleikskveðjur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 28. desember 2009 06:00 Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í brjóstkassanum of lengi. Enda voru þær dálítið stirðar í gang svo um tíma vaknaði uggur um að allar sykursætar kenndir hefðu hrunið með genginu en sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus. Því einmitt í desember er upplagt að klökkna svolítið. Eftir allt saman reyndist mitt eigið hjartnæma tilfinningaróf mjög vel nothæft, það uppgötvaðist á sérstakri jólafimleikasýningu Gróttu. Þar táraðist ég auðvitað yfir minni eigin dóttur sem er sjálfsagður réttur hverrar móður, hvað hún var hugrökk, sterk og fim, svona lítil! Og fyrst ég var nú einu sinni komin í gang þá grét ég líka hástöfum yfir öllum hinum fimleikabörnunum sem eru tvö hundruð talsins. Það var aggasmá vandræðalegt að grenja svona yfir að ókunnugir unglingar gætu farið í splitt og brú, en útrásin var á við marga fokdýra sálfræðitíma. Undir hjartahlýju og umburðarlyndi desembermánaðar kyntu svo jólalögin alla daga, skreytt með röndóttum brjóstsykurstöfum, glimmeri og piparkökum. Og yfir nógu var að klökkna til viðbótar við börnin, til dæmis hjálparstofnunum, eldgömlum jólaföndurskreytingum, ástríkum kveðjum í Ríkisútvarpinu, friðargöngu á Þorláksmessu og sígildri endursýningu heima í stofu á Love Actually. Eftir markvissan upptakt að jólum allan mánuðinn er endir bundinn á dásemdirnar einmitt í dag. Í fréttatímum dagsins verður skautað hratt yfir sætu fréttirnar og krúttlegu stemminguna sem er líka kannski að verða dáldið þreytt, því öll áherslan verður á æsispennandi hátíðarútgáfu af umræðum um Icesave. Tíðindi dagsins verða þannig álíka jólaleg og hressileg gubbupest. Óþarfa ást á mannkyni öllu ætti því ekki að há okkur mikið lengur. Sjálfri mér til hróss vil ég taka fram að þetta er í eina og síðasta skiptið í bakþönkum mínum sem ég skrifa orðið Icesave. Kærar þakkir fyrir að umbera pistlana mína svona lengi en eftir næstum fjögurra ára regluleg skrif í þennan dálk hef ég nú ákveðið að segja þetta gott. Takk fyrir ótal kveðjur, takk fyrir mörg bréfin, takk fyrir öll fallegu orðin. Og nú klökkna ég smá að lokum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun
Aðventustreitan kom eins og himnasending inn í kalið hjarta samfélagsins. Að minnsta kosti frá síðustu jólum höfðum við mest verið fjúkandi reið, bitur, sár, dofin og brjáluð; það eitt og sér er sligandi til lengdar. Svo jólaannirnar voru þrátt fyrir allt kærkomið tækifæri fyrir væmnu tilfinningarnar sem höfðu legið næstum ónotaðar í brjóstkassanum of lengi. Enda voru þær dálítið stirðar í gang svo um tíma vaknaði uggur um að allar sykursætar kenndir hefðu hrunið með genginu en sá ótti reyndist sem betur fer ástæðulaus. Því einmitt í desember er upplagt að klökkna svolítið. Eftir allt saman reyndist mitt eigið hjartnæma tilfinningaróf mjög vel nothæft, það uppgötvaðist á sérstakri jólafimleikasýningu Gróttu. Þar táraðist ég auðvitað yfir minni eigin dóttur sem er sjálfsagður réttur hverrar móður, hvað hún var hugrökk, sterk og fim, svona lítil! Og fyrst ég var nú einu sinni komin í gang þá grét ég líka hástöfum yfir öllum hinum fimleikabörnunum sem eru tvö hundruð talsins. Það var aggasmá vandræðalegt að grenja svona yfir að ókunnugir unglingar gætu farið í splitt og brú, en útrásin var á við marga fokdýra sálfræðitíma. Undir hjartahlýju og umburðarlyndi desembermánaðar kyntu svo jólalögin alla daga, skreytt með röndóttum brjóstsykurstöfum, glimmeri og piparkökum. Og yfir nógu var að klökkna til viðbótar við börnin, til dæmis hjálparstofnunum, eldgömlum jólaföndurskreytingum, ástríkum kveðjum í Ríkisútvarpinu, friðargöngu á Þorláksmessu og sígildri endursýningu heima í stofu á Love Actually. Eftir markvissan upptakt að jólum allan mánuðinn er endir bundinn á dásemdirnar einmitt í dag. Í fréttatímum dagsins verður skautað hratt yfir sætu fréttirnar og krúttlegu stemminguna sem er líka kannski að verða dáldið þreytt, því öll áherslan verður á æsispennandi hátíðarútgáfu af umræðum um Icesave. Tíðindi dagsins verða þannig álíka jólaleg og hressileg gubbupest. Óþarfa ást á mannkyni öllu ætti því ekki að há okkur mikið lengur. Sjálfri mér til hróss vil ég taka fram að þetta er í eina og síðasta skiptið í bakþönkum mínum sem ég skrifa orðið Icesave. Kærar þakkir fyrir að umbera pistlana mína svona lengi en eftir næstum fjögurra ára regluleg skrif í þennan dálk hef ég nú ákveðið að segja þetta gott. Takk fyrir ótal kveðjur, takk fyrir mörg bréfin, takk fyrir öll fallegu orðin. Og nú klökkna ég smá að lokum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun