Microsoft dregur saman seglin 24. janúar 2009 03:30 steve ballmer Kreppan víða um heim hefur snert svo afkomu hugbúnaðarrisans Microsoft að fyrirtækið hefur þurft að segja upp starfsfólki. Fréttablaðið/AFP Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins. Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er fyrsti viðamikli niðurskurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum bandaríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirnar séu afleiðingar þeirra efnahagsþrenginga sem séu að ganga yfir heiminn. Afkoma fleiri tækni- og netfyrirtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google. Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár. - jab Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bandaríski hugbúnaðarrisinn Microsoft ætlar að segja upp fimm þúsund manns í hagræðingarskyni til að mæta minni eftirspurn eftir hugbúnaði og öðrum vörum fyrirtækisins. Þetta jafngildir fimm prósentum af starfsliði fyrirtækisins. Tekjur Microsoft námu 4,17 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra 520 milljarða króna, á öðrum fjórðungi, sem lauk um áramótin. Þetta er ellefu prósenta samdráttur á milli ára. Þetta er fyrsti viðamikli niðurskurðurinn í sögu fyrirtækisins, samkvæmt upplýsingum bandaríska dagblaðsins New York Times, sem hefur eftir Steven Ballmer, forstjóra Microsoft, að aðgerðirnar séu afleiðingar þeirra efnahagsþrenginga sem séu að ganga yfir heiminn. Afkoma fleiri tækni- og netfyrirtækja hefur sömuleiðis dregist saman, svo sem Intel og netrisans Google. Gengi hlutabréfa Microsoft hefur fallið um þrettán prósent frá því afkomutölur fyrirtækisins voru birtar á miðvikudag og hefur það ekki verið lægra í ellefu ár. - jab
Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira