NBA í nótt: San Antonio náði sér í titil Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2009 09:26 Tekið á því í leik San Antonio og New Orleans í nótt. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Lokakeppnisdagur deildakeppninnar í NBA-deildinni fór fram í nótt og er því ljóst hvaða lið mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar sem hefst um helgina. Alls voru fjórtán leikir í deildinni í nótt og af nægu að taka. Einna athyglisverðast var að San Antonio tókst að hrifsa meistaratitilinn í suðvesturriðli Vesturdeildarinnar af Houston með góðum sigri á New Orleans, 105-98.Vesturdeildin Dallas - Houston 95-84 Portland - Denver 104-76 San Antonio - New Orleans 105-98 Minnesota - Sacramento 90-97 LA Clippers - Oklahoma City 85-126 Phoenix - Goilden State 117-113 San Antonio var fimm stigum undir þegar tæpar 50 sekúndur voru til leiksloka. Michael Finley setti niður þrist um leið og leiktíminn rann út og tryggði þar með sínum mönnum framlengingu. Í henni vann svo San Antonio öruggan sjö stiga sigur sem fyrr segir. Þar sem Houston tapaði fyrir Dallas á sama tíma var ljóst að fyrrnefnda liðið lét titilinn sér úr rennum greipa og það sem meira er - heimavallarréttinn í úrslitakeppninni. Tim Duncan átti stórleik með San Antonio og skoraði 20 stig og tók nítján fráköst. Hann skoraði sex stig í framlengingunni og tók þar að auki sex fráköst og gaf tvær stoðsendingar. Tony Parker átti sem fyrr góðan leik og skoraði 29 stig. San Antonio náði í þriðja sæti Austurdeildarinnar en Houston féll úr því þriðja í það fimmta með sínu tapi. Portland vann góðan sigur á Denver og færðist þar með upp í fjórða sætið. Með sigri hefði Houston náð öðru sæti Austurdeildarinnar þar sem liðið er með betri árangur en Denver í innbyrðisviðureignum liðanna í vetur. Tapið í nótt reyndist því liðinu nokkuð dýrkeypt. Með sigri Dallas færðist liðið upp í sjötta sæti deildarinnar á kostnað New Orleans. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: LA Lakers - Utah Denver - New Orleans San Antonio - Dallas Portland - Houston Austurdeildin Boston - Washington 115-107 Chicago - Toronto 98-109 Cleveland - Philadelphia 110-111 Indiana - Milwaukee 115-108 Memphis - Atlanta 98-90 Miami - Detroit 102-96 New York - New Jersey 102-73 Orlando - Charlotte 98-73 Cleveland hefði með sigri á Philadelphia í nótt jafnað 24 ára gamalt met Boston Celtics fyrir flesta sigra á heimavelli á einu og sama tímabilinu. En ákveðið var að hvíla þá LeBron James og Mo Williams. Philadelphia hafði að einhverju að keppa í leiknum og lagði því allt í sölurnar. Andre Miller skoraði 30 stig og Andre Iguodala 24 í framlengdum leik og sigri Philadelphia, 111-110. Þar sem að Chicago tapaði fyrir Toronto á sama tíma hafði liðið sætaskipti við Philadelphia. Chicago féll í sjöunda sæti deildarinnar og fær það erfiða verkefni að mæta Boston í fyrstu umferðinni. Annað lá fyrir í Vesturdeildinni fyrir leiki næturinnar hvað úrslitakeppnina varðaði. Fyrsta umferð úrslitakeppninnar: Cleveland - Detroit Boston - Chicago Orlando - Philadelphia Atlanta - Miami
NBA Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Fleiri fréttir „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Mikilvægur sigur Þórs í háspennuleik Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 103-81 | Hafnfirðingnar fallnir Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn
Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 102 - 89 | Fimmti sigur Álftaness í röð kom gegn toppliðinu Tindastóli