Fótbolti

City áfram en Tottenham úr leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Craig Bellamy fagnar öðru marka sinna í kvöld.
Craig Bellamy fagnar öðru marka sinna í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Manchester City er komið eina enska liðið sem tryggði sér þátttökurétt í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar en Tottenham og Aston Villa féllu út í dag.

City vann 2-1 sigur á FC Kaupmannahöfn í kvöld með tveimur mörkum frá Craig Bellamy og þar með 4-3 samanlagðan sigur.

Martin Vingaard er greinilega hrifinn af því að skora á lokamínútu leiksins því hann gerði það í kvöld, rétt eins og í fyrri leik liðanna í Englandi en þá náði hann að jafna metin, 2-2.

Tottenham féll úr leik eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Shakhtar Donetsk á heimavelli í kvöld en Úkraínumennirnir unnu 2-0 sigur í fyrri leik liðanna. Giovani dos Santos kom Tottenham yfir í leiknum en Fernandinho jafnaði metin á 87. mínútu.

Hið sama má segja um Aston Villa sem tapaði fyrir CSKA Moskvu fyrr í dag og féll þar með úr leik.

Það geta þó varla talist óvænt tíðindi þar sem stjórar beggja liða voru búnir að lýsa því yfir að þeir ætluðu sér að leggja ofurkapp á ensku úrvalsdeildinni og að aðrar keppnir þyrftu því að mæta afgangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×