Fótbolti

Sex íslenskir dómarar á einum leik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristinn dæmdi leik Englands og Kasakstan í júní síðastliðnum.
Kristinn dæmdi leik Englands og Kasakstan í júní síðastliðnum. Nordic Photos / Getty Images

Alls verða sex íslenskir dómarar við störf á leik Anderlecht og Ajax í Evrópudeildinni í knattspyrnu sem fer fram í næstu viku.

Kristinn Jakobsson verður dómari leiksins og verður hann með fjóra aðstoðardómara í leiknum eins og tíðkast í deildinni í vetur.

Sigurður Óli Þorleifsson og Ólafur Ingvar Guðfinsson verða á hliðarlínunni og þeir Magnús Þórisson og Þorvaldur Árnason við sitt hvort markið.

Fjórði dómari í leiknum verður Jóhannes Valgeirsson.

Kristinn, Sigurður Óli og Ólafur munu einnig dæma leik Búlgaríu og Georgíu í undankeppni HM 2010 í næsta mánuði. Magnús Þórisson verður fjórði dómarinn í þeim leik.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur þar að auki tilkynnt Kristni að hann muni minnst dæma þrjá leiki í Evrópudeildinni í vetur en ekki er útilokað að hann fái fleiri verkefni þegar líður á tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×