Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. mars 2009 11:15 Lakiste Barkus var með 13 stig, 9 fráköst og 5 stoðsendingar í gær. Mynd/Anton Hamarskonur galopnuðu undanúrslitaeinvígi sitt á móti deildarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með öruggum 53-41 sigri í Hveragerði í gær. LaKiste Barkus lék vel fyrir Hamar og stjórnaði sóknarleik liðsins með glæsibrag en staðan í einvíginu er nú 1-1. „Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur og við vissum að við yrðum að vinna á heimavelli ef við ætluðum að eiga möguleika á að vinna einvígið. Það var því afar mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Barkus eftir leikinn. Hamar vann Val sannfræandi 2-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en tapaði fyrsta leiknum fyrir Haukum með fimm stigum, 61-66, á Ásvöllum á þriðjudaginn. „Stelpurnar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. Þær komu sem sömu orku og kraft og þær komu með inn í Valsleikina," sagði Barkus og bætti við: „Við vorum með miklu meiri einbeitingu innan okkar liðs og vorum miklu þolinmóðari í sókninni. Okkur tókst líka að þjappa okkur saman og spila góða vörn," sagði LaKiste Barkus. Hamar var 23-20 yfir í hálfleik en virtist vera að hiksta aðeins í upphafi þess seinni þegar liðið skoraði ekki fyrstu fjórar mínútur leikhlutans og fjögur stig Hauka í röð komu þeim yfir í 23-24. Hamarsliðið svaraði þá með 15-2 spretti og tók frumkvæðið í leiknum. „Ég var sérstaklega ánægð með Írisi og fannst hún spila mjög vel. Hún var mjög ákveðin í bæði sókn og vörn og hjálpaði okkur mikið með því," sagði LaKiste en Íris skoraði öll tíu stigin sín í seinni hálfleiknum. Barkus meiddi sig í lok leiksins og það var ekki falleg sjón fyrir Ara Gunnarsson þjálfara liðsins. Hún sjálf hefur þó engar áhyggjur. „Ég snéri aðeins á mér ökklann en ég verð í lagi," sagði Barkus greinilega ákveðin að ná í þá tvo sigra til viðbótar sem vantar til að Hamarsliðið spili til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira
Hamarskonur galopnuðu undanúrslitaeinvígi sitt á móti deildarmeisturum Hauka í Iceland Express deild kvenna í körfubolta með öruggum 53-41 sigri í Hveragerði í gær. LaKiste Barkus lék vel fyrir Hamar og stjórnaði sóknarleik liðsins með glæsibrag en staðan í einvíginu er nú 1-1. „Þetta var mjög stór sigur fyrir okkur og við vissum að við yrðum að vinna á heimavelli ef við ætluðum að eiga möguleika á að vinna einvígið. Það var því afar mikilvægt að vinna þennan leik," sagði Barkus eftir leikinn. Hamar vann Val sannfræandi 2-0 í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en tapaði fyrsta leiknum fyrir Haukum með fimm stigum, 61-66, á Ásvöllum á þriðjudaginn. „Stelpurnar komu sterkar inn í seinni hálfleikinn. Þær komu sem sömu orku og kraft og þær komu með inn í Valsleikina," sagði Barkus og bætti við: „Við vorum með miklu meiri einbeitingu innan okkar liðs og vorum miklu þolinmóðari í sókninni. Okkur tókst líka að þjappa okkur saman og spila góða vörn," sagði LaKiste Barkus. Hamar var 23-20 yfir í hálfleik en virtist vera að hiksta aðeins í upphafi þess seinni þegar liðið skoraði ekki fyrstu fjórar mínútur leikhlutans og fjögur stig Hauka í röð komu þeim yfir í 23-24. Hamarsliðið svaraði þá með 15-2 spretti og tók frumkvæðið í leiknum. „Ég var sérstaklega ánægð með Írisi og fannst hún spila mjög vel. Hún var mjög ákveðin í bæði sókn og vörn og hjálpaði okkur mikið með því," sagði LaKiste en Íris skoraði öll tíu stigin sín í seinni hálfleiknum. Barkus meiddi sig í lok leiksins og það var ekki falleg sjón fyrir Ara Gunnarsson þjálfara liðsins. Hún sjálf hefur þó engar áhyggjur. „Ég snéri aðeins á mér ökklann en ég verð í lagi," sagði Barkus greinilega ákveðin að ná í þá tvo sigra til viðbótar sem vantar til að Hamarsliðið spili til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Fleiri fréttir Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Hörður tekur við starfi Arnars Guðjóns hjá KKÍ Fær átta milljarða frá tveimur félögum á tímabili þar sem hann spilar ekki leik Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Sjá meira