Helga Margrét náði ekki HM-lágmarki - bætti Íslandsmet Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2009 15:02 Helga Margrét Þorsteinsdóttir, sjöþrautarkona. Mynd/Aleksandar Djorovic Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu. Hún var að keppa á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi ásamt Einari Daða Lárusson og Ágústu Tryggvadóttur. Helga Margrét og Ágústa kepptu í sjöþraut kvenna og Einar Daði í tugþraut unglinga nítján ára og yngri. Ekki vantaði nema 22 stig að Helga Margrét næði lágmarkinu en alls hlaut hún 5878 stig sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut kvenna. Hún var í öðru sæti og ekki nema 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraínu, eftir fyrri keppnisdaginn. Þá var hún á góðri leið með að ná Íslandsmetinu og ná HM-lágmarkinu. Hún byrjaði vel í dag er hún stökk 5,78 metra í langstökki. Það var bæting frá árangri hennar í sömu grein er hún bætti Íslandsmetið sitt. Hún hins vegar náði sér ekki á strik í spjótkasinu og ljóst að hún þyrfti að bæta sig talsvert í 800 metra hlaupinu til að ná HM-lágmarkinu. Hún bætti sig um tvær sekúndur en það dugði því miður ekki til. Engu að síður kom hún fyrst í mark í 800 metra hlaupinu og niðurstaðan glæsilegt Íslandsmet. Metið bætti hún um 157 stig.Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup: 14,19 sek (952 stig) Hástökk: 1,73 m (891 stig) Kúluvarp: 14,09 m (800 stig) 200 m hlaup: 24,77 sek (908 stig)Fyrri dagur: 3551 stig Langstökk: 5,78 m (783 stig) Spjótkast: 40,17 m (671 stig) 800 m hlaup: 2:16,42 mín (873 stig) Samtals: 5878 stig Íþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Sjá meira
Helga Margrét Þorsteinsdóttir var hársbreidd frá því að ná lágmarki fyrir HM í fjölþraut sem fer fram í næsta mánuði. Hún bætti þó eigið Íslandsmet í sjöþraut kvenna og fékk bronsverðlaun á mótinu. Hún var að keppa á alþjóðlegu fjölþrautarmóti í Kladno í Tékklandi ásamt Einari Daða Lárusson og Ágústu Tryggvadóttur. Helga Margrét og Ágústa kepptu í sjöþraut kvenna og Einar Daði í tugþraut unglinga nítján ára og yngri. Ekki vantaði nema 22 stig að Helga Margrét næði lágmarkinu en alls hlaut hún 5878 stig sem er nýtt og glæsilegt Íslandsmet í sjöþraut kvenna. Hún var í öðru sæti og ekki nema 58 stigum á eftir Ólympíumeistaranum, Nataliy Dobrynska frá Úkraínu, eftir fyrri keppnisdaginn. Þá var hún á góðri leið með að ná Íslandsmetinu og ná HM-lágmarkinu. Hún byrjaði vel í dag er hún stökk 5,78 metra í langstökki. Það var bæting frá árangri hennar í sömu grein er hún bætti Íslandsmetið sitt. Hún hins vegar náði sér ekki á strik í spjótkasinu og ljóst að hún þyrfti að bæta sig talsvert í 800 metra hlaupinu til að ná HM-lágmarkinu. Hún bætti sig um tvær sekúndur en það dugði því miður ekki til. Engu að síður kom hún fyrst í mark í 800 metra hlaupinu og niðurstaðan glæsilegt Íslandsmet. Metið bætti hún um 157 stig.Árangur Helgu Margrétar: 100 m grindahlaup: 14,19 sek (952 stig) Hástökk: 1,73 m (891 stig) Kúluvarp: 14,09 m (800 stig) 200 m hlaup: 24,77 sek (908 stig)Fyrri dagur: 3551 stig Langstökk: 5,78 m (783 stig) Spjótkast: 40,17 m (671 stig) 800 m hlaup: 2:16,42 mín (873 stig) Samtals: 5878 stig
Íþróttir Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik Körfubolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Fótbolti Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íslenski boltinn Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Enski boltinn Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Sport Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Sport Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Íslenski boltinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Fleiri fréttir Hálffimmtug Venus snéri aftur með sigri Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Dagskráin í dag: Breiðablik í Póllandi Daðraði við Dallas áður en hann skrifaði undir hjá Lakers á nýjan leik „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Frá Skagafirði á Akranes Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Paul ætlar að klára ferilinn hjá Clippers Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Suður-amerískur glæpahringur braust inn til Mahomes og Burrow Líkja yfirburðum Schefflers við Tiger upp á sitt besta Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Vallarmet féllu á frábærum Korpubikar Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Dagskráin í dag: Snóker, píla og hafnabolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Sjá meira