Fótbolti

Manchester City úr leik í UEFA-bikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Elano sækir boltann í markið eftir að hafa jafnað leikinn.
Elano sækir boltann í markið eftir að hafa jafnað leikinn. Mynd/GettyImages

Enska liðið Manchester City er úr leik í UEFA-bikarnum þrátt fyrir 2-1 sigur á þýska liðinu Hamburger SV í seinni leik liðanna í 8 liða úrslitum keppninnar í kvöld.

Manchester City gerði sér erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum 3-1 í Þýskalandi. Hamburger SV vann því 4-3 samanlagt.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Manchester City þegar Paolo Guerrero kom þýska liðinu í 1-0 eftir aðeins tólf mínútna leik. Elano jafnaði leikinn úr vítaspyrnu fimm mínútum síðar og Feilipe Caicedo skoraði síðan annað markið á 50. mínútu.

Manchester City fékk hvert færið á fætur öðru í kjölfarið en tókst ekki að skora þriðja markið sem hefði fært liðinu framlengingu. Það var ekki til að hjálpa til þegar Richard Dunne fékk að líta rauða spjaldið á 75. mínútu leiksins. Dunn fékk þarna sitt annað gula spjald fyrir brot.

Manchester City spilaði mjög vel í leiknum en heppnin var ekki á þeirra bandi að þessu sinni. Leikurinn var hinsvegar mikil skemmtun.

Hamburger SV mætir Werder Bremen í undanúrslitunum en í hinni viðureigninni mætast Shakhtar Donetsk og Dynamo Kiev.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×