Lykillinn að farsælli framtíð Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 24. ágúst 2009 00:01 Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu. Þessum álögum sem leggjast á meirihluta leikskólastúlkna með dyggri aðstoð þeirra eigin foreldra uns tæpast fersentimetri af innihaldi fataskápsins er í öðrum lit. Skólastúlkan tilvonandi vill nú skyndilega aðgreina sig frá hinni bleiku frumbernsku, fjölbreytnin er í augsýn. Fjöldaframleiðsla á fagurbleikum prinsessum er auðvitað hjalli sem við munum vonandi einhvern tíma komast yfir, sú tilhneiging að hnoða dætur okkar í mót sem einkum eiga að sýna hvað þær eru sætar, þægar og góðar. Þó er í menningunni vissulega svigrúm fyrir hinar svokölluðu strákastelpur en alls ekki fyrir stelpustráka. Smádrengur í bleikum knipplingakjól yrði grýttur af hópnum og samstundis sendur til sálfræðings. Strákar eiga nefnilega helst að vilja bara vera ofurhetjur, það væri óeðlilegt fyrir töffara að vilja frekar vera óvirk undirmálsdúlla. Dálítið ergelsi yfir svona smotteríi minnir á hversu vel við erum þrátt fyrir allt stödd á vegi jafnréttis. Reyndar hefur mér oft dottið í hug að smæð þjóðarinnar, góð menntun og landfræðileg einangrun gæti hjálpað okkur til að verða fyrirmyndarríki á ýmsum sviðum, þar á meðal í jafnréttismálum. Gætum orðið svona „best í heimi" og átt í alvörunni innistæðu fyrir þeirri fullyrðingu. Til þess þurfum við að æfa okkur betur í eigin hugsunarhætti og uppfæra verðmætamat á kvenlegum gildum. Því eins og hjálparstofnanir víða um heim hafa uppgötvað, þá eru konur hin vannýtta auðlind og lykillinn að lausnum stóru vandamála veraldarinnar. Nú þegar við höfum tækifæri til að velja þjóðfélag framtíðarinnar er mikilvægt að muna að það sem við fáum verður ekki sjálfkrafa betra en það sem hrundi. En það er ekki tilefni til annars en bjartsýni. Ekki þegar fylgst er með kotroskinni stelpu með ljósar krullur raða vandlega í nýja pennaveskið og telja dagana fram til skólasetningar. Full sjálfstrausts og tilhlökkunar, með - þrátt fyrir allt - fagurbleika skólatösku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Þótt nóg séu tilefnin til klökkva, þá er fyrsti skóladagur lítils barns einkar upplagður fyrir væmnu gleðitárin. Bæði auðvitað vegna þess að litli unginn hennar mömmu sinnar er að stíga fyrstu skrefin á eigin spýtur en líka vegna þess að þá sér fyrir endann á bleika tímabilinu. Þessum álögum sem leggjast á meirihluta leikskólastúlkna með dyggri aðstoð þeirra eigin foreldra uns tæpast fersentimetri af innihaldi fataskápsins er í öðrum lit. Skólastúlkan tilvonandi vill nú skyndilega aðgreina sig frá hinni bleiku frumbernsku, fjölbreytnin er í augsýn. Fjöldaframleiðsla á fagurbleikum prinsessum er auðvitað hjalli sem við munum vonandi einhvern tíma komast yfir, sú tilhneiging að hnoða dætur okkar í mót sem einkum eiga að sýna hvað þær eru sætar, þægar og góðar. Þó er í menningunni vissulega svigrúm fyrir hinar svokölluðu strákastelpur en alls ekki fyrir stelpustráka. Smádrengur í bleikum knipplingakjól yrði grýttur af hópnum og samstundis sendur til sálfræðings. Strákar eiga nefnilega helst að vilja bara vera ofurhetjur, það væri óeðlilegt fyrir töffara að vilja frekar vera óvirk undirmálsdúlla. Dálítið ergelsi yfir svona smotteríi minnir á hversu vel við erum þrátt fyrir allt stödd á vegi jafnréttis. Reyndar hefur mér oft dottið í hug að smæð þjóðarinnar, góð menntun og landfræðileg einangrun gæti hjálpað okkur til að verða fyrirmyndarríki á ýmsum sviðum, þar á meðal í jafnréttismálum. Gætum orðið svona „best í heimi" og átt í alvörunni innistæðu fyrir þeirri fullyrðingu. Til þess þurfum við að æfa okkur betur í eigin hugsunarhætti og uppfæra verðmætamat á kvenlegum gildum. Því eins og hjálparstofnanir víða um heim hafa uppgötvað, þá eru konur hin vannýtta auðlind og lykillinn að lausnum stóru vandamála veraldarinnar. Nú þegar við höfum tækifæri til að velja þjóðfélag framtíðarinnar er mikilvægt að muna að það sem við fáum verður ekki sjálfkrafa betra en það sem hrundi. En það er ekki tilefni til annars en bjartsýni. Ekki þegar fylgst er með kotroskinni stelpu með ljósar krullur raða vandlega í nýja pennaveskið og telja dagana fram til skólasetningar. Full sjálfstrausts og tilhlökkunar, með - þrátt fyrir allt - fagurbleika skólatösku.