Leynifélagið mikla Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 9. febrúar 2009 06:00 Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum. Eftir að hafa gert úttekt á gæðastundum fjölskyldunnar, lagt áherslu á innihald fremur en umbúðir og hafið átak í persónulegu frumkvæði í félagslífinu hefði tilveran átt að vera komin í fínt form; heimilsbókhaldið þekkt stærð og tilfinningalegar þarfir uppfylltar massíft. Ennþá vantaði samt eitthvað, dularfulla lífsfyllingu sem næstum allir í kringum mig nutu og ekki ég. Vinir og kunningjar voru búnir að uppgötva nýja vídd í veröldinni og jafnvel mestu félagsskítarnir gátu skyndilega slengt fram alls kyns prívat upplýsingum um framvindu lífsins hjá fjölda fólks. Þótt ég þráaðist við mánuðum saman endaði síðasta risaeðlan auðvitað eins og allar hinar og loksins er ég komin með rafræna útgáfu af sjálfri mér á veraldarvefnum. Frá fyrstu stund leið mér eins og ég væri meðlimur í leynifélagi, svo mikill var spenningurinn yfir þessu skilgetna afkvæmi eirðarleysisins, fésbókinni. Auk þess að vera ánetjandi eins og sum harðari fíkniefni er hún í þokkabót ókeypis. Fyrsti skammturinn frír. Sem nýr neytandi er ég reyndar ósköp aumingjaleg miðað við dugnaðarforkana sem hlaða daglega niður haugum að vinum, myndum og hnyttnum athugasemdum og eiga aðdáun mína alla. Fésið kallar á daglega athygli og minnir að því leyti á japanska tölvugæludýrið sem mörg börn áttu einu sinni, litla kvikindið sem gargaði á umönnun allan sólarhringinn og breytti heilu fjölskyldunum í sakbitnar taugahrúgur. Munurinn er aðeins sá að óumflýjanleg vanræksla á japanska dýrinu var prívat og útför þess fór fram í kyrrþey. Viðstöðulaust ætlast fésbókin til að ég skrifi eitthvað næstum opinberlega um sjálfa mig í þriðju persónu og hafi endalausar skoðanir á því sem aðrir gera. Ég er fljót að læra. Eftir aðeins eina viku skilgreini ég hugsanir, gjörðir og tilfinningar bara út frá því að þær rúmist í aggalitlu textaboxi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun
Af því nú er í blankheitunum hvarvetna talað um endurskoðun á gildum hlaut boðskapurinn loks að síast svolítið inn. Samt ekki fyrr en ég hafði á haustmánuðunum hræðilegu farið ofan í saumana á heimilisbókhaldinu og íhugað ýmsar sparnaðarleiðir í daglega lífinu. Fyrir einfalda sál með hófleg umsvif var það fljótafgreitt og þá var sumsé komið að umræddri endurskoðun á gildum. Eftir að hafa gert úttekt á gæðastundum fjölskyldunnar, lagt áherslu á innihald fremur en umbúðir og hafið átak í persónulegu frumkvæði í félagslífinu hefði tilveran átt að vera komin í fínt form; heimilsbókhaldið þekkt stærð og tilfinningalegar þarfir uppfylltar massíft. Ennþá vantaði samt eitthvað, dularfulla lífsfyllingu sem næstum allir í kringum mig nutu og ekki ég. Vinir og kunningjar voru búnir að uppgötva nýja vídd í veröldinni og jafnvel mestu félagsskítarnir gátu skyndilega slengt fram alls kyns prívat upplýsingum um framvindu lífsins hjá fjölda fólks. Þótt ég þráaðist við mánuðum saman endaði síðasta risaeðlan auðvitað eins og allar hinar og loksins er ég komin með rafræna útgáfu af sjálfri mér á veraldarvefnum. Frá fyrstu stund leið mér eins og ég væri meðlimur í leynifélagi, svo mikill var spenningurinn yfir þessu skilgetna afkvæmi eirðarleysisins, fésbókinni. Auk þess að vera ánetjandi eins og sum harðari fíkniefni er hún í þokkabót ókeypis. Fyrsti skammturinn frír. Sem nýr neytandi er ég reyndar ósköp aumingjaleg miðað við dugnaðarforkana sem hlaða daglega niður haugum að vinum, myndum og hnyttnum athugasemdum og eiga aðdáun mína alla. Fésið kallar á daglega athygli og minnir að því leyti á japanska tölvugæludýrið sem mörg börn áttu einu sinni, litla kvikindið sem gargaði á umönnun allan sólarhringinn og breytti heilu fjölskyldunum í sakbitnar taugahrúgur. Munurinn er aðeins sá að óumflýjanleg vanræksla á japanska dýrinu var prívat og útför þess fór fram í kyrrþey. Viðstöðulaust ætlast fésbókin til að ég skrifi eitthvað næstum opinberlega um sjálfa mig í þriðju persónu og hafi endalausar skoðanir á því sem aðrir gera. Ég er fljót að læra. Eftir aðeins eina viku skilgreini ég hugsanir, gjörðir og tilfinningar bara út frá því að þær rúmist í aggalitlu textaboxi.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun