Hvern skal óttast? 8. júlí 2009 00:01 Það er næturvagn nokkur sem fer frá suðurströnd Spánar til Madrídar. Þegar ég kom inn í þann góða vagn fyrir nokkrum nóttum var einungis eitt sæti laust, alveg aftast. Á leiðinni í það sæti tók ég eftir því að ég var eini maðurinn í rútubílnum sem var af evrópskum uppruna. Ég settist síðan við hlið tveggja manna; annar líktist helst Didier Drogba en hinn var frá Marokkó og rabbaði við félaga sinn með slíkum kokhljóðum að engu var líkara en að kvöldverðurinn sæti fastur í koki þeirra félaga. Gegnt mér sátu síðan tveir sem líklegast voru frá Senegal. „Ég vakna örugglega á naríunum einum fata ef ég festi blund á brá í þessum félagsskap,“ hugsaði ég með mér meðan ég vafði handtöskunni um fót mér svo ég yrði nú var við það ef einhver reyndi að taka hana. Ég setti peningaveskið í vasann við nára, en ég er afar næmur fyrir þreifingum á því svæði. Gemsann geymdi ég hins vegar í lófanum enda gott að geta brugðist snöggt við ef hann hringir í mig innan um sofandi fólk, svo maður sé nú ekki að baka sér óvinsældir. Ferðin gekk ágætlega. Ég varð ekki fyrir neinu áreiti fyrr en ég fékk Didier Drogba í fangið þar sem hann lognaðist út af á vinstri hliðina. Þegar hin rósfingraða morgungyðja vakti mig í Madríd var ég engu fátækari en ég hafði verið þegar ég sofnaði. Allavega var veskið enn í vasanum. Ég stökk síðan af stað þegar rútubíllinn rann í hlað en þá kallaði Drogba: „Hei, glókollur! Átt þú ekki þennan?“ og hampaði gemsanum mínum sem hafði dottið í gólfið. Ég þakkaði honum vel fyrir en hélt síðan mína leið. Á rútubílastöðinni fann ég síðan hraðbanka til að ná mér í meiri aura en maskínan atarna tjáði mér að innistæðan á reikningnum væri uppurin. Ég hafði litlu eytt en krónuræfillinn nær ekki að þrauka í útlandinu eftir meðferðina sem hún fékk hjá þessum íslensku útrásarvíkingum. „Undarlegt að mér skyldi aldrei hafa staðið stuggur af þessum íslensku ofurhugum; ljósum á brún og brá,“ hugsaði ég með mér. „En það eru gaurar sem geta virkilega haft af þér aurinn meðan þú situr með veskið í rassvasanum.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun
Það er næturvagn nokkur sem fer frá suðurströnd Spánar til Madrídar. Þegar ég kom inn í þann góða vagn fyrir nokkrum nóttum var einungis eitt sæti laust, alveg aftast. Á leiðinni í það sæti tók ég eftir því að ég var eini maðurinn í rútubílnum sem var af evrópskum uppruna. Ég settist síðan við hlið tveggja manna; annar líktist helst Didier Drogba en hinn var frá Marokkó og rabbaði við félaga sinn með slíkum kokhljóðum að engu var líkara en að kvöldverðurinn sæti fastur í koki þeirra félaga. Gegnt mér sátu síðan tveir sem líklegast voru frá Senegal. „Ég vakna örugglega á naríunum einum fata ef ég festi blund á brá í þessum félagsskap,“ hugsaði ég með mér meðan ég vafði handtöskunni um fót mér svo ég yrði nú var við það ef einhver reyndi að taka hana. Ég setti peningaveskið í vasann við nára, en ég er afar næmur fyrir þreifingum á því svæði. Gemsann geymdi ég hins vegar í lófanum enda gott að geta brugðist snöggt við ef hann hringir í mig innan um sofandi fólk, svo maður sé nú ekki að baka sér óvinsældir. Ferðin gekk ágætlega. Ég varð ekki fyrir neinu áreiti fyrr en ég fékk Didier Drogba í fangið þar sem hann lognaðist út af á vinstri hliðina. Þegar hin rósfingraða morgungyðja vakti mig í Madríd var ég engu fátækari en ég hafði verið þegar ég sofnaði. Allavega var veskið enn í vasanum. Ég stökk síðan af stað þegar rútubíllinn rann í hlað en þá kallaði Drogba: „Hei, glókollur! Átt þú ekki þennan?“ og hampaði gemsanum mínum sem hafði dottið í gólfið. Ég þakkaði honum vel fyrir en hélt síðan mína leið. Á rútubílastöðinni fann ég síðan hraðbanka til að ná mér í meiri aura en maskínan atarna tjáði mér að innistæðan á reikningnum væri uppurin. Ég hafði litlu eytt en krónuræfillinn nær ekki að þrauka í útlandinu eftir meðferðina sem hún fékk hjá þessum íslensku útrásarvíkingum. „Undarlegt að mér skyldi aldrei hafa staðið stuggur af þessum íslensku ofurhugum; ljósum á brún og brá,“ hugsaði ég með mér. „En það eru gaurar sem geta virkilega haft af þér aurinn meðan þú situr með veskið í rassvasanum.“
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun