Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson skrifar 13. október 2016 12:31 Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Starri Reynisson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þjóðremba er ekki nýtt fyrirbæri fyrir okkur Íslendingum, miklu víkingunum í norðri með sterkustu mennina, fallegustu konurnar og mesta efnahagsvitið. Þjóðernishyggja náði samt ekki raunverulegri fótfestu hér fyrr en fyrir stuttu. Þó þjóðernispopúlismi hafi lifað ágætu lífi í Framsóknarflokknum um nokkura ára skeið og þjóðernisíhald hafi átt í örugg hús að venda hjá Sjálfstæðisflokknum þá virðist það ekki nægja sumum lengur. Þjóðernispopúlistar, lesist; rasistar, hafa tekið sig til og stofnað sinn eigin flokk, Íslensku Þjóðfylkinguna, til þess að vernda íslenska menningu og hið göfuga íslenska þjóðarsjálf fyrir vondu útlendingunum. Mér þykir mjög vænt um íslenska menningu. Hún er hinsvegar sterkari en svo að hún þurfi á einhverri sérstakri vernda að halda. Hún lifir stórgóðu lífi og er langt frá því að vera í útrýmingarhættu. Innflytjendur og aðrir áhrifavaldar utan úr heimi gera lítið annað en að auðga íslenska menningu, gera hana fjölbreyttari og skemmtilegri. Eðli menningar er slíkt að sé hún heilbrigð og lifi hún góðu lífi þá er ósköp eðlilegt að hún þróist og taki breytingum. Stöðnuð menning er óheilbrigð og leiðinleg, og því líklegra að hún deyji út. Ef litið er á skoðanasystkin fólksins í Þjóðfylkingunni, þjóðernispopúlista víðsvegar um Evrópu s.s. Svíðþjóðardemókratana, Danske Folkepartiet, Sanna Finna, Front National í Frakklandi eða breska Sjálfstæðisflokkinn, má sjá gegnumgangandi tal um þjóðarsjálfið. Einhverskonar þjóðleg gildi eða persónueinkenni sem allir af tiltekinni þjóð eiga sameiginleg. Þjóðremburúnk af verstu sort. Þessi hugmynd um þjóðarsjálfið er vægast sagt orðinn þreytt og raunveruleikinn er allt annar. Manneskjur eru jafn misjafnar og þær eru margar. Hver og ein manneskja er einstök með eigin persónuleika og persónueinkenni. Sjálf hverrar einustu manneskju er talsvert margbrotnara en svo að hægt sé að skilgreina það eftir þjóðerni. Í Breiðholti er ég úr Miðbænum, í Hafnarfirði er ég frá Reykjavík, á Akyreyri er ég af höfuðborgarsvæðinu, í Berlín er ég frá Íslandi, í Bandaríkjunum frá Evrópu og í Lagos er ég hvítur vesturlandabúi. Þetta hefur allt áhrif á mitt sjálf en þetta er ekki tæmandi, allt sem ég hef lent í á lífsleiðinni hefur haft áhrif. Þetta margbreytilega sjálf hverrar manneskju er fjarsjóðskista, þetta þurra og einstrengingslega þjóðarsjálf sem þjóðernispopúlistum er tíðrætt um er hinsvegar spennitreyja. Að setja heila þjóð í eitt mengi með þessum hætti er móðgun við hvern einasta einstakling sem telst til þeirrar þjóðar. Látum ekki Nigel Farage, Marine le Pen eða Gústaf Níelsson segja okkur hver við erum. Verum skapandi, tökum sjálfstæðar ákvarðanir og verum við sjálf. Höfundur skipar 3. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Reykjavík norður.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar