Sport

Hatton langar að gerast umboðsmaður

Nordic Photos/Getty Images

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton segist ekki vera búinn að taka ákvörðun um framtíð sína sem hnefaleikara eftir slæmt tap fyrir Manny Pacquiao um helgina.

Í viðtali við Sky í dag segist hann þó setja stefnuna á að verða besti umboðsmaður í heimi þegar hann hættir að berjast sjálfur.

"Ég veit ekki alveg hvað ég geri í augnablikinu, því ég átti aldrei von á að ég myndi tapa svona. Fólk á samt eftir að sjá mikið meira af mér. Ég ætla að gerast umboðsmaður og það verða ungu strákarnir sem eiga eftir að uppfylla drauma mína hér eftir," sagði Hatton.

"Ég hef unnið með mörgum umboðsmönnum og mótshöldurum sjálfur og ég tel að ég geti staðið mig vel í því. Mér finnst ég vera búinn að vera mikill meistari og nú ætla ég að verða meistari sem umboðsmaður. Hvað hnefaleika fyrir mig sjálfan varðar, veit ég ekki enn. Það eina sem ég veit er að hnefaleikar eru mér allt," sagði Hatton.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×