Mike Tyson á yfir höfði sér kæru um líkamsárás eftir að hann kýldi ljósmyndara á flugvelli í Los Angeles.
Ljósmyndari fékk skurð á ennið og var fluttur upp á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans.
Lögfræðingur Tyson hefur sagt að ljósmyndarinn hafi gert sig líklegan til að elta skjólstæðing sinn inn á salernið á flugvellinum þegar átökin áttu sér stað. Tyson vill því líka kæra ljósmyndarann.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tyson kemst í kast við lögin en hann var fangelsaður árið 1992 fyrir nauðgun og dúsaði svo sólarhring í fangelsi í Arizona árið 2007 eftir að kókaín fannst á honum.