Jafntefli í báðum leikjum Meistaradeildarinnar Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. apríl 2009 18:21 Cristiano Ronaldo í baráttunni við Lucho, leikmann Porto, í leiknum í kvöld. Nordic Photos / Getty Images Porto náði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá lauk leik Villarreal og Arsenal á Spáni með 1-1 jafntefli en í báðum leikjum lentu ensku liðin undir snemma leiks. Manchester United átti skelfilegan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að fara í hálfleikinn með jafna stöðu, 1-1, eftir að hafa skorað eftir skelfileg varnarmistök gestanna. Varamaðurinn Carlos Tevez kom svo United í 2-1 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en annar varamaður, Mariano, jafnaði svo metin fyrir Porto. Leik þessara liða í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2004 lauk einnig með jafntefli en þá komst Porto áfram með 2-1 sigri á heimavelli. Marcos Senna skoraði mark Arsenal með glæsilegum þrumufleyg en mark Arsenal var ekki síður fallegt. Emmanuel Adebayor var þar að verki með einkar laglegri bakfallsspyrnu. Arsenal er því í ágætri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Manchester United - Porto 2-20-1 Christian Rodrigues (4.) 1-1 Wayne Rooney (15.) 2-1 Carlos Tevez (85.)2-2 Mariano (89.) Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Wayne Rooney voru allir í banni gegn Aston Villa og Ji-Sung Park er kominn aftur í lið United. Gestirnir fengu draumabyrjun á Old Trafford. Fyrst átti Lisandro Lopez hörkuskot að marki sem var varið. Stuttu síðar barst boltinn á Christian Rodrigues eftir að Ronaldo tapaði boltanum á miðjunni. Rodrigues gerði vel og skoraði með góðu skoti. United kom sér betur inn í leikinn eftir þetta. Fyrst átti Ronaldo skalla að marki Porto sem var vel varinn. En það var Bruno Alves, varnarmaður Porto, sem færði United jöfnunarmarkið á silfurfati. Hann ætlaði að gefa boltann aftur á Helton markvörð en sá ekki Rooney sem komst auðveldlega inn í sendinguna og skoraði af öryggi. Porto hélt þó uppteknum hætti eftir þetta og létu varnarmenn United hafa fyrir hlutunum. Staðan þó enn 1-1 í hálfleik sem verður að teljast lukkulegt fyrir heimamenn. United byrjaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Helton varði nokkrum sinnum vel snemma í hálfleiknum, fyrst frá Wayne Rooney sem reyndi að vippa boltanum yfir hann og svo skalla Nemanja Vidic. Ryan Giggs, Gary Neville og Carlos Tevez komu allir inn á sem varamenn í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir þetta en þegar fimm mínútur voru til leiksloka breyttist allt. Neville tók þá innkast við hornfánann sem Rooney framlengdi áfram á Tevez með ökklanum. Sá argentínski þrumaði knettinum í netið af stuttufæri. Gleði heimamanna stóð þó stuttu yfir. Annar varamaður, nú í liði Porto, Mariano, var skilinn einn eftir vinstra megin í teignum þegar að fyrirgjöfin kom frá hægri. Hann stóð þar einn og óvaldaður og náði að koma knettinum framhjá van der Sar. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Ronaldo, Rooney, Park.Varamenn: Foster, Neville, Eckersley, Giggs, Nani, Tevez, Macheda.Byrjunarlið Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Bruno Alves, Cissokho, Lucho Gonzalez, Fernando, Raul Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez.Varamenn: Nuno, Stepanov, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias, Sektioui.Villarreal - Arsenal 1-1 1-0 Marcos Senna (10.) 1-1 Emmanuel Adebayor (66.) Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, verður að sætta sig við að sitja á bekknum í kvöld. Marcos Senna er kominn aftur í lið Villarreal eftir meiðsli. Pires kom þó inn á sem varamaður í leiknum. Arsene Wenger gerði eina breytingu á liði Arsenal frá síðasta leik. Samir Nasri kom inn á miðjuna fyrir Andrei Arshavin sem er ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og byrjuðu að ógna marki þeirra ensku strax í upphafi. Það var svo á 10. mínútu að Marcos Senna átti þrumufleyg að marki af 30 metra færi sem hafnaði í efra markhorninu. Glæsilegt mark. Á 28. mínútu þurfti Manuel Almunia, markvörður Arsenal, að fara af velli eftir að hann meiddist á ökkla eftir samstuð við Giuseppi Rossi. Lukasz Fabianski kom inn í hans stað og varði skömmu síðar vel í tvígang frá leikmönnum Porto, fyrst frá Marcos Senna og svo Joan Capdevila. Arsenal varð svo fyrir öðru áfalli skömmu síðar er William Gallas þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Johan Djourou kom inn í hans stað. Þeir ensku bættu leik sinn í upphafi síðari hálfleik og fóru að spila boltanum betur á milli sín. Það bar svo árangur á 66. mínútu er Cesc Fabregas gaf boltann inn á teig. Þar var Emmanuel Adebayor mættur, tók niður boltann og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Byrjunarlið Villarreal: Diego Lopez, Angel, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Senna, Eguren, Ibagaza, Rossi, Llorente.Varamenn: Viera, Pires, Franco, Fernandez, Nihat, Javi Venta, Fuentes.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Denilson, Song Billong, Walcott, Fabregas, Nasri, Adebayor.Varamenn: Fabianski, Vela, Silvestre, Djourou, Bendtner, Eboue, Gibbs. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
Porto náði 2-2 jafntefli gegn Manchester United á Old Trafford í fyrri leik liðanna í fjórðungsúrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Þá lauk leik Villarreal og Arsenal á Spáni með 1-1 jafntefli en í báðum leikjum lentu ensku liðin undir snemma leiks. Manchester United átti skelfilegan fyrri hálfleik á heimavelli í kvöld og mátti þakka fyrir að fara í hálfleikinn með jafna stöðu, 1-1, eftir að hafa skorað eftir skelfileg varnarmistök gestanna. Varamaðurinn Carlos Tevez kom svo United í 2-1 þegar fimm mínútur voru til leiksloka en annar varamaður, Mariano, jafnaði svo metin fyrir Porto. Leik þessara liða í fjórðungsúrslitum Meistaradeildarinnar vorið 2004 lauk einnig með jafntefli en þá komst Porto áfram með 2-1 sigri á heimavelli. Marcos Senna skoraði mark Arsenal með glæsilegum þrumufleyg en mark Arsenal var ekki síður fallegt. Emmanuel Adebayor var þar að verki með einkar laglegri bakfallsspyrnu. Arsenal er því í ágætri stöðu fyrir síðari leik liðanna sem fer fram í Lundúnum. Manchester United - Porto 2-20-1 Christian Rodrigues (4.) 1-1 Wayne Rooney (15.) 2-1 Carlos Tevez (85.)2-2 Mariano (89.) Alex Ferguson gerði fjórar breytingar á byrjunarliði United frá síðasta leik. Nemanja Vidic, Paul Scholes og Wayne Rooney voru allir í banni gegn Aston Villa og Ji-Sung Park er kominn aftur í lið United. Gestirnir fengu draumabyrjun á Old Trafford. Fyrst átti Lisandro Lopez hörkuskot að marki sem var varið. Stuttu síðar barst boltinn á Christian Rodrigues eftir að Ronaldo tapaði boltanum á miðjunni. Rodrigues gerði vel og skoraði með góðu skoti. United kom sér betur inn í leikinn eftir þetta. Fyrst átti Ronaldo skalla að marki Porto sem var vel varinn. En það var Bruno Alves, varnarmaður Porto, sem færði United jöfnunarmarkið á silfurfati. Hann ætlaði að gefa boltann aftur á Helton markvörð en sá ekki Rooney sem komst auðveldlega inn í sendinguna og skoraði af öryggi. Porto hélt þó uppteknum hætti eftir þetta og létu varnarmenn United hafa fyrir hlutunum. Staðan þó enn 1-1 í hálfleik sem verður að teljast lukkulegt fyrir heimamenn. United byrjaði betur í síðari hálfleik en þeim fyrri. Helton varði nokkrum sinnum vel snemma í hálfleiknum, fyrst frá Wayne Rooney sem reyndi að vippa boltanum yfir hann og svo skalla Nemanja Vidic. Ryan Giggs, Gary Neville og Carlos Tevez komu allir inn á sem varamenn í leiknum. Leikurinn var nokkuð jafn þrátt fyrir þetta en þegar fimm mínútur voru til leiksloka breyttist allt. Neville tók þá innkast við hornfánann sem Rooney framlengdi áfram á Tevez með ökklanum. Sá argentínski þrumaði knettinum í netið af stuttufæri. Gleði heimamanna stóð þó stuttu yfir. Annar varamaður, nú í liði Porto, Mariano, var skilinn einn eftir vinstra megin í teignum þegar að fyrirgjöfin kom frá hægri. Hann stóð þar einn og óvaldaður og náði að koma knettinum framhjá van der Sar. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, O'Shea, Vidic, Evans, Evra, Fletcher, Carrick, Scholes, Ronaldo, Rooney, Park.Varamenn: Foster, Neville, Eckersley, Giggs, Nani, Tevez, Macheda.Byrjunarlið Porto: Helton, Sapunaru, Rolando, Bruno Alves, Cissokho, Lucho Gonzalez, Fernando, Raul Meireles, Lopez, Hulk, Rodriguez.Varamenn: Nuno, Stepanov, Mariano Gonzalez, Costa, Madrid, Farias, Sektioui.Villarreal - Arsenal 1-1 1-0 Marcos Senna (10.) 1-1 Emmanuel Adebayor (66.) Robert Pires, fyrrum leikmaður Arsenal, verður að sætta sig við að sitja á bekknum í kvöld. Marcos Senna er kominn aftur í lið Villarreal eftir meiðsli. Pires kom þó inn á sem varamaður í leiknum. Arsene Wenger gerði eina breytingu á liði Arsenal frá síðasta leik. Samir Nasri kom inn á miðjuna fyrir Andrei Arshavin sem er ekki gjaldgengur í Meistaradeildinni með Arsenal. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og byrjuðu að ógna marki þeirra ensku strax í upphafi. Það var svo á 10. mínútu að Marcos Senna átti þrumufleyg að marki af 30 metra færi sem hafnaði í efra markhorninu. Glæsilegt mark. Á 28. mínútu þurfti Manuel Almunia, markvörður Arsenal, að fara af velli eftir að hann meiddist á ökkla eftir samstuð við Giuseppi Rossi. Lukasz Fabianski kom inn í hans stað og varði skömmu síðar vel í tvígang frá leikmönnum Porto, fyrst frá Marcos Senna og svo Joan Capdevila. Arsenal varð svo fyrir öðru áfalli skömmu síðar er William Gallas þurfti að fara af velli vegna meiðsla. Johan Djourou kom inn í hans stað. Þeir ensku bættu leik sinn í upphafi síðari hálfleik og fóru að spila boltanum betur á milli sín. Það bar svo árangur á 66. mínútu er Cesc Fabregas gaf boltann inn á teig. Þar var Emmanuel Adebayor mættur, tók niður boltann og skoraði með glæsilegri bakfallsspyrnu. Byrjunarlið Villarreal: Diego Lopez, Angel, Godin, Rodriguez, Capdevila, Cani, Senna, Eguren, Ibagaza, Rossi, Llorente.Varamenn: Viera, Pires, Franco, Fernandez, Nihat, Javi Venta, Fuentes.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Toure, Gallas, Clichy, Denilson, Song Billong, Walcott, Fabregas, Nasri, Adebayor.Varamenn: Fabianski, Vela, Silvestre, Djourou, Bendtner, Eboue, Gibbs.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira