NBA í nótt: Shaq og LeBron töpuðu fyrir Charlotte - Melo með 50 stig Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2009 11:00 Shaq og LeBron í leiknum í nótt. Mynd/AP Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto. NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira
Charlotte Bobcats vann í nótt nokkuð öruggan sigur á Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt þrátt fyrir slaka frammistöðu í fjórða leikhluta, 94-87. Í leik Denver og New York gerði Carmelo Anthony sér lítið fyriog skoraði 50 stig í sigri Denver, 128-125. Þetta var persónulegt met hjá honum. Shaquille O'Neal lék aftur með Cleveland eftir að hafa misst af sex leikjum í röð vegna axlarmeiðsla. Hann skoraði ellefu stig í leiknum og LeBron James 25 en aðalstjarna leiksins var þá Gerald Wallace hjá Charlotte sem skoraði 31 stig í leiknum. Charlotte byrjaði mjög vel í leiknum og var fimmtán stigum yfir í hálfleik. Munurinn varð mestur í þriðja leikhluta eða 24 stig en þá vöknuðu gestirnir til lífsins og náðu að minnka muninn talsvert. En þó svo að Charlotte hafi misnotað síðustu tólf skotin sín í leiknum og ekki skorað nema af vítalínunni síðustu níu mínútur leiksins náði liðið að innbyrða sjö stiga sigur sem fyrr segir. Cleveland hafði unnið sjö síðustu leiki þessara liða en þetta var þriðji sigur Charlotte í röð eftir slaka byrjun í deildinni í haust. Orlando, Boston og Atlanta eru hnífjöfn á toppi Austurdeildarinnar en Cleveland er þó skammt undan. Það hefur þó ekkert lið byrjað betur í deildini en Phoenix Suns og liðið vann í nótt sigur á Minnesota, 120-95, en síðarnefnda liðið tapaði þar með sínum fimmtánda leik í röð. Jason Richardson skoraði 22 stig fyrir Phoenix í leiknum en Minnesota hefur ekki unnið síðan á fyrsta keppnisdegi tímabilsins. Árangur Minnesota er þó ekki jafn slæmur og hjá New Jersey sem hefur tapað öllum sextán leikjum sínum á tímabilinu. Í nótt tapaði liðið fyrir Sacramento, 109-96. Liðið vantar aðeins einn leik upp á að jafna verstu byrjun liðs í sögu NBA-deildarinnar. Það verður að teljast afar ólíklegt að New Jersey forðist að jafna þetta met þar sem liðið mætir LA Lakers í næsta leik - aðfaranótt mánudags. Washington vann Miami, 94-84. Antawn Jamison skoraði 24 stig og Nick Young 22 fyrir Washington sem vann Miami í fyrsta sinn í síðustu sjö tilraunum sínum. Atlanta vann Philadelphia, 100-76. Jamal Crawford skoraði 24 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Mike Bibby kom næstur með 21 stig. Dallas vann Indiana, 113-92. Dirk Nowitzky skoraði 31 stig fyrir Dallas en hann hefur verið frábær á tímabilinu. Í nótt hitti hann úr tíu af fjórtán skotum utan af velli og ellefu af þrettán vítaköstum. Þetta var fimmti útisigur Dallas í röð en liðið er í fjórða sæti Vesturdeildarinnar, á eftir Phoenix, Lakers og Denver. San Antonio vann Houston, 92-84. Tony Parker skoraði nítján stig fyrir San Antonio sem vann sinn fyrsta útisigur á tímabilinu. LA Clippers vann Detroit, 104-96. Chris Kaman skoraði 26 stig og Baron Davis 25 fyrir Clippers. Oklahoma City vann Milwaukee, 108-90. Kevin Durant fór mikinn fyrir Oklahoma City og skoraði 33 stig og tók tólf fráköst. Memphis vann Portland, 106-96. Zach Randolph skoraði 21 stig og þeir Marc Gasol og OJ Mayo með nítján hvor. Boston vann Toronto, 116-103. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Hedu Turkoglu 20 fyrir Toronto.
NBA Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Vilja vopnahlé út um allan heim yfir Ólympíuleikana Sport „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? Sjá meira