Golf

Tiger fer ágætlega af stað

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tiger Woods.
Tiger Woods. Nordic Photos/Getty Images

Players-meistaramótið í golfi hófst á Sawgrass-vellinum í dag. Líkt og áður eru öll augu á Tiger Woods. Honum gekk ágætlega fyrsta daginn og kom í hús á 71 höggi eða einu höggi undir pari.

Hann er fimm höggum á eftir efstu mönnum eins og stendur.

„Ég hitti kúluna virkilega vel í dag og var ánægður með það. Ég nýtti bara ekki tækifærin sem ég fékk sem voru nokkur," sagði Woods frekar sáttur eftir fyrsta daginn.

Woods fékk örn og tvo fugla í dag. Á móti komu þrír skollar og þar af tveir á síðustu þremur holunum.

Woods vann þetta mót árið 2001 og síðan þá hefur honum ekki gengið vel á þessu móti. Hann hefur til að mynda aðeins náð fimm hringjum undir 70 höggum á Sawgrass síðan 2001.

Hann varð í 53. sæti árið 2005, 22. sæti 2006 og í 37. sæti árið 2007. Það voru lélegustu mót þeirra ára hjá Tiger.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×