Hnefaleikakappinn Wladimir Klitschko varði í kvöld WBO- og IBF-titla sína í þungavikt. Hann lagði Ruslan Chagaev með tæknilegu rothöggi í tíundu lotu.
Klitschko átti upphaflega að etja kappi við Bretann David Haye sem varð að draga sig úr bardaganum vegna bakmeiðsla.
Úkraínumaðurinn sterki átti ekki í miklum vandræðum með Chagaev sem tapaði sinni fyrstu viðureign á ferlinum í kvöld.
Klitschko sló Chagaev niður í annarri lotu og gaf honum svo vænan skurð fyrir ofan vinstra augað í sjöttu lotu. Eftir þrjár lotur til viðbótar fengu þjálfarar Chagaev nóg og létu hann draga sig í hlé.
Leikurinn fór fram á heimavelli Schalke í Gelsenkirchen í Þýskalandi en 61 þúsund manns voru viðstaddir. Ekki hafa verið fleiri áhorfendur á bardaga í Þýskalandi í 70 ár.
Klitschko varði titla sína
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið




„Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“
Íslenski boltinn


„Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“
Íslenski boltinn



Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm
Formúla 1

Fleiri fréttir
