Erlent

Brýnir fulltrúa loftslagsráðstefnunnar

Nóbelsverðslaunahafinn Rajendra Pachauri ávarpaði loftslagsráðstefnuna í dag. Mynd/AP
Nóbelsverðslaunahafinn Rajendra Pachauri ávarpaði loftslagsráðstefnuna í dag. Mynd/AP
Nóbelsverðslaunahafinn Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, segir afar nauðsynlegt að alþjóðasamfélagið taki stefnumarkandi ákvarðanir sem allra fyrst þegar kemur að loftslagsmálum. Það sé brýnt til að verjast afleiðingum loftslagsbreytinga vegna losun gróðurhúsalofttegunda.

Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna hófst í Kaupmannahöfn í dag en hana sækja um það bil 15 þúsund fulltrúar 192 þjóðríkja og nálægt eitt hundrað þjóðarleiðtogar.

Helsta umræðuefnið verður að komast að niðurstöðu um það hversu mikið ríki þurfi að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það samkomulag sem ráðstefnan getur af sér kemur í stað Kyoto-bókunarinnar frá 1997.

Lars Lökke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur dró enga dul á það í setningaræðu sinni að samningaviðræðurnar yrðu gríðarlega erfiðar. Hann gerði sér fulla grein fyrir að verkefnið væri risavaxið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×