Sport

Manny Pacquiao rotaði Ricky Hatton í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Manny Pacquiao búinn að tryggja sér sigurinn í nótt.
Manny Pacquiao búinn að tryggja sér sigurinn í nótt. Mynd/GettyImages

Það tók ekki langan tíma fyrir Manny Pacquiao að enda bardagann á móti Ricky Hatton í Las Vegas í nótt. Pacquiao fór illa með Bretann og gerði út um bardagann með því að rota Hatton þegar aðeins 2:59 mínútur voru eftir af annarri lotu.

Pacquiao hitti 73 af 127 höggum sínum á sama tíma og Hatton náði aðeins að hitta 18 af sínum 78 höggum. „Það kom mér á óvart hversu auðveldur bardagi þetta var," sagði Pacquiao eftir bardagann. Hann sannaði enn á ný að hann er besti boxari heims - pund fyrir pund.

Pacquiao vann yfirburðarsigur á Oscar De La Hoya á dögunum og næsti bardagi hans verður á móti Floyd Mayweather Jr. Ferill Hatton er hinsvegar á enda en hann er orðinn þrítugur og búinn að tapa á móti Pacquiao og Meyweather jr.





Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×