Erlent

Brotthvarf hersins gæti tafist

David Petraeus var samþykktur af hermálanefnd þingsins í gær.
David Petraeus var samþykktur af hermálanefnd þingsins í gær. nordicphotos/AFP

David Petraeus herforingi, sem tók við af hinum brottrekna Stanley McChrystal sem yfirmaður fjölþjóðaliðs NATO í Afganistan, segist ætla að meta það undir árslok hvort hann mæli með því að brotthvarf Bandaríkjahers frá Afganistan verði teygt á langinn.

Barack Obama Bandaríkjaforseti hefur boðað að brotthvarf hefjist um mitt næsta ár, en hversu hratt það verður fari eftir aðstæðum.

„Mér sýnist að harðir bardagar muni halda áfram. Þeir gætu orðið enn ákafari næstu mánuðina," segir Petraeus. - gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×