Körfubolti

NBA í nótt: Fjórtándi sigur Boston í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Pierce og Kevin Garnett fagna í nótt.
Paul Pierce og Kevin Garnett fagna í nótt.

Boston Celtics vann í nótt sinn fjórtánda leik í röð í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann þá sigur á Philadelphia, 84-80.

Ray Allen skoraði 22 stig í leiknum en Paul Pierce var með ellefu stig eftir að hafa ekki nýtt sín fyrstu sjö skot sín í leikunum. Shaquille O'Neal var með þrettán stig og níu fráköst.

O'Neal hitti ekki úr tveimur vítaköstum þegar rúm mínúta var eftir og Boston var með tveggja stiga forystu. Philadelphia fékk því tækifæri til að jafna metin en Andre Iguodala fór illa að ráði sínu í næstu tveimur sóknum Philadelphia. Í þeirri fyrri rann hann til og missti boltann og lét Kevin Garnett verja frá sér skot í þeirri síðari.

Ray Allen fór svo á vítalínuna þegar fimm sekúndur voru eftir og kláraði leikinn fyrir Boston.

Elton Brand var með sextán stig og tólf fráköst fyrir Philadelphia og Jrue Holiday fimmtán stig.

Boston tapaði síðast leik þann 21. nóvember síðastliðinn en þetta er fimmta lengsta sigurganga félagsins í sögu þess. Metið setti liðið sem varð meistari vorið 2008 er liðið vann á því tímabili nítján leiki í röð.

Úrslit næturinnar:

Atlanta - Cleveland 98-84

Toronto - Detroit 93-115

Washington - Chicago 80-87

Boston - Philadelphia 84-80

New York Knicks - Oklahoma City 112-98

Minnesota - Utah 107-112

New Orleans - New Jersey 105-91

San Antonio - Denver 109-103

LA Clippers - Houston 92-97



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×