Fótbolti

Kári: Þetta er svekkjandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel

Kári Ársælsson, fyrirliði Breiðabliks, var að vonum svekktur með að hafa fallið úr leik í Evrópudeild UEFA fyrir Motherwell í kvöld.

"Við fengum ágætis færi til þess að koma okkur í 1-0 og ég fékk þar á meðal nokkur ágæt skallafæri. Þetta hefði getað farið betur og því er maður eðlilega frekar svekktur," sagði Kári og reyndi að kreista fram bros en vonbrigðin leyndu sér þó ekki.

"Mér fannst við vera betri en færin duttu ekki með okkur. Það var ekkert stress í okkur og það fór í fyrri leiknum er við sáum að við réðum vel við þá í loftinu sem og tæklingum. Þetta bara datt ekki með okkur."

Kári gat ekki neitað því að það væri óneitanlega svekkjandi að skora ekki eitt mark gegn ekki betra liði en Motherwell í 180 mínútur.

"Þetta var draumadráttur fyrir fram og því er þetta svekkjandi."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×