NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2010 11:00 Tim Duncan Mynd/AP San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89 NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Salah bestur og Gravenberch besti ungi Enski boltinn Fleiri fréttir Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Sjá meira