Hindruðu viðtöl FME við starfsfólk 23. apríl 2010 00:01 Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, og Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, sátu ársfund FME árið 2007, ásamt Lárusi Finnbogasyni, síðar formanni skilanefndar Landsbankans. Fréttablaðið/Pjetur „Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira
„Glitnis- og Kaupþingsmenn voru mjög ósáttir við að rætt væri við starfsmenn um markaðssetningu sjóðanna. Á báðum stöðum fóru yfirmenn fram á að starfsmenn fengju að hafa lögfræðing hjá sér, en á endanum var dregið í land með það,“ segir í siðfræðiskýrslu rannsóknarnefndar og er vitnað til minnisblaða frá Fjármálaeftirlitinu (FME) sem nefndin fékk aðgang að. Eftir að lögfræðingur Kaupþings „féllst á“ það, tók eftirlitsstofnunin viðtöl við þrjá starfsmenn án þess að lögfræðingur væri viðstaddur: „en þar sem langt var liðið frá því að FME kom í bankann þá virtust allir starfsmenn vita um hvað málið snerist og svör þeirra voru mjög svipuð.“ Þar með lauk viðtölum FME við starfsmenn bankanna. Rannsóknarnefnd segir að starfsfólki allra bankanna hafi verið ráðlagt að kynna peningabréf sem áhættulausa fjárfestingu og líkja þeim við innlánsbækur en með betri vexti. Viðskiptavinir voru hvattir til að færa sparifé sitt í peningabréf. Stundum var haft samband við þá að fyrra bragði til að koma hvatningu á framfæri. Í skýrslunni segir að gagnrýni á peningamarkaðssjóði sé ótrúlega samhljóða fyrir alla bankana. „[E]ins og jafnan áður fylgir hver öðrum og undir litlu sem engu eftirliti Fjármálaeftirlitsins,“ segir þar. Erfitt hafi verið fyrir einstaklinga að gera sér grein fyrir aukinni áhættu í fjárfestingum enda hafi upplýsingarnar frá bönkunum í besta falli verið blekkjandi. „Þegar svo allir bankarnir standa að sams konar blekkingum er enn erfiðara fyrir fólk að nálgast réttar upplýsingar,“ segir í skýrslunni. Vitnað er til bréfs frá starfsmönnum Landsbankans þar sem sagt er við viðskiptavini: „gengi Peningabréfa er aldrei neikvætt, sem þýðir að þú átt aldrei að geta tapað höfuðstól eða uppsafnaðri ávöxtun.“ Annað kom á daginn. Viðskiptavinir sjóðanna töpuðu stórum hluta sinna fjármuna og hefðu tapað mun meiru ef hluti af bréfum þessara sjóða hefði ekki verið keyptur á yfirverði af nýju bönkunum stuttu eftir hrunið. Í skýrslunni koma fram upplýsingar um að ákvörðun um þau kaup hafi tekið Jónas Fr. Jónsson, þá forstjóri FME, og Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra. Rekstur peningamarkaðssjóða bankanna er meðal atriða sem rannsóknarnefndin vísaði til frekari meðferðar hjá ríkissaksóknara; ástæða sé til „að rannsakað verði hvort stjórn og framkvæmdastjórar og lykilstarfsmenn rekstrarfélaga sjóðanna hafi brotið starfsskyldur sínar við stjórnun og eftirlit þannig að refsingu varði“. peturg@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Fleiri fréttir Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Sjá meira