Ingibjörg hafði gleymt samráðshópi 15. apríl 2010 02:00 Á blaðamannafundi stuttu eftir hrun Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, og Geir H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, vissu lítið sem ekkert um vinnu samráðshóps sem fjallaði um viðbrögð við fjármálaáfalli. fréttablaðið/gva Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira
Boðleiðum milli embættis- og stjórnmálamanna var stórlega ábótavant og því skilaði viðleitni stjórnvalda til að búa sig undir efnahagsleg áföll sáralitlum árangri. Vantraust ríkti milli embættismanna fagráðuneyta. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, sagðist hafa verið búin að gleyma því að samráðshópur um fjármálastöðugleika og viðbrögð hefði verið starfandi um árabil þegar hún var innt eftir áliti um þá vinnu af rannsóknarnefnd Alþingis. Hópurinn hafði það hlutverk að samræma viðbrögð við hugsanlegum áföllum í fjármálakerfinu. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra vissu lítið sem ekkert um vinnu hópsins. Samráðshópurinn var skipaður með samkomulagi forsætis-, fjármála- og viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins (FME) og Seðlabankans í febrúar 2006 en vinnan hafði hafist tveimur árum fyrr. Þá voru stjórnvöldum kynntar viðlagaáætlanir sem gerðar höfðu verið hjá FME og Seðlabanka Íslands og tóku mið af sambærilegum erlendum áætlunum. Ingibjörg segir að aldrei hafi borist á borð ríkisstjórnarinnar neitt af vinnu hópsins: …hvorki minnisblað, tillögur, greining eða eitt eða neitt.“ Í drögum að fundargerð samráðshópsins í janúar 2008 kemur fram að Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri taldi á þeim tímapunkti að fjármálaáfall væri ekki lengur fjarstæður möguleiki. Vinnuhópur um siðferði og starfshætti telur athugasemd Ingibjargar um vinnu hópsins athyglisverða og segja mikið um boðskiptavanda innan stjórnkerfisins. Hún segir að frá vinnuhópum sem þessum berist yfirleitt aldrei neitt. Menn líti svo að „þetta sé vettvangur til að tala saman og svo fer bara hver til síns heima og það er eins og enginn líti á það sem sína skyldu að gera eitthvað með það sem þarna á sér stað“. Aðspurðir um störf samráðshópsins segja Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, og Árni M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, að þeir hafi lítið eða ekkert heyrt af vinnu hópsins. Tiltekið er að Árni vissi til dæmis ekki af skjalinu „Aðkallandi ákvarðanataka stjórnvalda vegna hættu á fjármálaáfalli.“ Í skjalinu, sem lagt var fram í samráðshópnum 7. júlí 2008, segir meðal annars: „Stjórnvöld þurfa á næstu vikum að marka stefnuna í grundvallaratriðum, það er hvaða meginleið á að fara ef til fjármálaáfalls kemur. Eftir því sem lengur dregst að marka stefnuna er hættara við því að trúverðugleiki minnki, úrræðum fækki og kostnaður stjórnvalda og þjóðarbúsins aukist.“ svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Fleiri fréttir Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Sjá meira