Erlent

Askan í Evrópu: Útlitið aðeins bjartara

Strandaglópar á flugvellinum í Los Angeles á leið með British Airways til London. Mynd/AP
Strandaglópar á flugvellinum í Los Angeles á leið með British Airways til London. Mynd/AP

Askan úr eyjafjallajökli heldur áfram að hrella evrópubúa og lama flugsamgöngur. Þó hafa flugvellir verið opnaði í Noregi og Svíþjóð þótt það gæti verið tímabundið.

Samgönguráðherrar ríkja Evrópusambandsins ætla að hittast á símafundi í dag til þess að ræða krísuna sem uppi er í samgöngumálum álfunnar en 6,8 milljónir flugfarþega hafa orðið fyrir töfum vegna gossins. Flugfélög eru nú farin að setja spurningarmerki við þessar viðamiklu lokanir á flugvöllum og lofthelgi en tap félaganna vegna þessa er um 200 milljónir dollara á degi hverjum. Lofthelgi er enn lokuð að hluta eða öllu leyti í 20 löndum og hefur 63 þúsund flugferðum verið aflýst og 313 flugvöllum hefur verið lokað.

Útlitið er þó heldur bjartara í dag en það hefur verið og hafa flugvellir í Norður Svíþjóð auk verið opnaðir og flestir vellir Noregs eru einnig opnir þar á meðal Gardemoen í Osló. Arlanda flugvöllur í Stokkhólmi á einnig að opna núna klukkan átta. Á norðurhluta Ítalíu var lofthelgin opnuð í morgun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×