Danadrottning fengi ekki lendingarleyfi í Reykjavík 21. desember 2010 06:00 Dönsk herþyrla Danski herinn og Landhelgisgæslan starfa náið saman vegna öryggis- og björgunarmála við landið. mynd/landsbjörg Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira
Verði utanríkisráðuneytið og flugmálayfirvöld við áskorun borgaryfirvalda um að stöðva umferð herflugvéla um Reykjavíkurflugvöll útilokar það komur erlendra fyrirmenna og umsvif vegna erlends samstarfs vegna öryggismála á vellinum. Alls lentu 37 vélar á Reykjavíkurflugvelli í ár sem skilgreindar eru sem herflugvélar. Þær voru 28 árið 2009. Engin af þessum 65 komum vélanna tengdist beinum hernaðarumsvifum á neinn hátt. Þær voru allar litlar farþega- og vöruflutningaflugvélar í millilandaflugi og björgunarþyrlur danska hersins í æfingaflugi ásamt könnunar- og farþegaflugvél danska flughersins á leið milli Danmerkur og Grænlands. Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að þegar flugvél lendi á Reykjavíkurflugvelli sé hún flokkuð í fyrir fram ákveðna flokka. „Flugvélar sem fljúga undir merkjum danska flughersins eða flotans flokkast eins og gefur að skilja undir herflug. Herflug er til dæmis þegar flugvélar fljúga með þjóðhöfðingja eða framámenn innanborðs og lenda á Reykjavíkurflugvelli. Það flokkast líka undir herflug þegar björgunarþyrla frá danska hernum lendir á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt þessu gæti Danadrottning ekki lent í Reykjavík,“ segir Hjördís. Hún tekur fram að ef innihald í loftfari sé hættulegt efni eða vopn beri að tilkynna það yfirvöldum sérstaklega. Þá minnir hún á að flugmálayfirvöld hafi ekkert um lendingarbann á Reykjavíkurflugvelli að segja þar sem ríkið sé eigandi flugvallarins. Nákvæmum upplýsingum um tilgang þeirra 65 lendinga sem teljast til herflugs var komið til borgaryfirvalda og greinargerð Isavia var lögð fram í borgarráði. Tillaga Jóns Gnarr borgarstjóra var engu að síður samþykkt. Í áskorun borgarráðs, sem var samþykkt einróma, segir að „friðsöm og ábyrg borgaryfirvöld geta ekki unað við óbreytt ástand á Reykjavíkurflugvelli“. Óvíst er hvernig utanríkisráðuneytið mun bregðast við áskoruninni að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. - shá, þj
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Fleiri fréttir Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Sjá meira