Eyjamenn vilja fleiri ferðir Herjólfs 25. ágúst 2010 04:00 Herjólfur Landeyjahöfn hefur dregið gríðarlegan fjölda ferðamanna til Eyja. Fyrir kemur að heimamenn komist ekki með skipinu um helgar vegna ásóknar ferðamanna.Fréttablaðið/Arnþór Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Vestmanneyingar vilja að ferðum Herjólfs milli Eyja og Landeyjahafnar verði fjölgað. Einungis er mánuður frá því að ný Landeyjahöfn var tekin í notkun og ferðum var fjölgað verulega en bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að skipið anni ekki eftirspurn að óbreyttu. Um síðustu mánaðamót gekk í gildi ný Evrópureglugerð sem leiðir til þess að Herjólfi er nú aðeins leyfilegt að flytja 399 farþega í hverri ferð í stað 520 farþega áður, segir Elliði Vignisson bæjarstjóri. Síðastliðinn mánuð hafa 60.000 farþegar siglt milli lands og Eyja. Allt árið á undan voru farþegarnir 127.000 talsins á tólf mánuðum. Farþegafjöldinn síðasta mánuð jafngildir því helmingi farþegafjölda alls síðasta árs. „Skipið ber ekki nóg til að núverandi áætlun dugi,“ segir Elliði. „Það er eingöngu ein leið fær og það er að fjölga ferðum.“ Nú eru farnar þrjár til fimm ferðir daglega, flestar um helgar en fæstar í byrjun viku. Næsta laugardag á 300 manna hópur pantað far með fyrstu ferð dagsins, að sögn Elsu Valgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Golfklúbbs Vestmannaeyja. Þetta leiðir til þess að 100 manna hópur sem var búinn að panta rástíma á Golfvelli Vestmannaeyja að morgni laugardagsins kemst ekki út í Eyjar. Elsa segir að það sé bagalegt fyrir ferðaþjónustuaðila í Eyjum hve seint siglingar skipsins hefjist um helgar. Fyrsta ferð er klukkan níu um helgar en klukkan hálfátta virka daga. Best væri að ferðir væru á sama tíma um helgar og virka daga. Elliði segir að Eyjamenn vilji bara að ferðirnar anni eftirspurn, ekkert umfram það. „Orðræðan í gegnum tíðina hefur verið sú að siglingar Herjólfs séu eitthvert einkamál okkar Eyjamanna. Nýtingartölur fyrsta mánuðinn eftir að Landeyjahöfn kom til sýnir að notendurnir eru í hverfandi mæli Eyjamenn. Þessir 60.000 farþegar eru að mestu leyti Íslendingar sem eru að nota skipið sér til skemmtunar og ánægju.“ „Ég er mjög bjartsýnn á að við fáum aukaferð á laugardag,“ segir bæjarstjórinn. „Og ég er bjartsýnn á að samgönguyfirvöld komi til móts við okkur og sjái að það er brýn þörf á að endurskoða áætlunina.“ peturg@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira