Innlent

Rannsóknarnefnd lengir andmælafrest tólf einstaklinga

Rannsóknarnefndar Alþingis hefur framlengt andmælafrest tólf einstaklinga til miðvikudagsins 24. febrúar.

Þeim hefur verið veitt tækifæri til að koma á framfæri við nefndina athugasemdum sínum um afmörkuð atriði sem nefndin hefur til athugunar að fjalla um í skýrslu sinni til Alþingis með tilliti til þess hvort um mistök eða vanrækslu hafi verið að ræða við framkvæmd laga og reglna um fjármálastarfsemi á Íslandi og eftirlit með henni.

Svo segir í tilkynningunni: „Nefndin hefur jafnframt ákveðið að þessi framlengdi frestur nái til allra þeirra tólf einstaklinga sem veittur var kostur á að senda nefndinni athugasemdir.

Það útilokar ekki að þær verði afhentar nefndinni fyrr. Að fengnum þessum athugasemdum mun nefndin fara yfir þær og ljúka vinnslu á skýrslu sinni til Alþingis en tímasetning og framhald á vinnu nefndarinnar að þessu leyti ræðst m.a. af efni þeirra athugasemda sem berast frá viðkomandi einstaklingum."

Fyrirhugað er að nefndin gefi út skýrsluna í byrjun mars en henni hefur tvívegis verið frestað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×