Verkefnið er að varpa ljósi á heildarmyndina 12. janúar 2010 15:15 Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll. Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira
Páll Hreinsson, formaður rannsóknarnefndar Alþingis, segir að verkefni nefndarinnar sé fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna. Hann bendir á að í lögum um nefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað sé gegn honum. Rannsóknarnefndin var sett á fót í lok árs 2008. Hlutverk hennar er að rannsaka aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin átti að skila niðurstöðum sínum fyrir 1. nóvember í fyrra en varð að fresta skilunum sem miðast nú við 1. febrúar.Skýrslutaka segir ekki til um hugsanlega refsiábyrgð Páll segir að rannsóknarnefndin sinni ekki sérstaklega rannsókn sakamála. Það verkefni sé í höndum sérstaks saksóknara og eftir atvikum Fjármálaeftirlitsins og annarra yfirvalda. Hins vegar sé tekið fram í lögum um nefndina að ef grunur vaknar við rannsókn nefndarinnar um refsiverða háttsemi eða brot á starfsskyldum eigi nefndin gera hlutaðeigandi yfirvöldum grein fyrir því. „Það hvort einstaklingar eru kallaðir í skýrslutöku hjá rannsóknarnefndinni eða ekki hefur því ekki þýðingu um stöðu hans með tilliti til hugsanlegrar refsiábyrgðar," segir Páll. Við það bætist að í lögum um rannsóknarnefndina sé tekið fram að ekki sé heimilt að nota upplýsingar sem einstaklingur hefur veitt nefndinni sem sönnunargagn í sakamáli sem höfðað er gegn honum. „Rannsóknarnefndin hefur því í störfum sínum þurft að gæta þess að rannsókn hennar verði ekki til að takmarka möguleika þar til bærra yfirvalda til að fylgja málum hugsanlega eftir í farvegi sakamála. Verkefni rannsóknarnefndarinnar er fyrst og fremst að útskýra stóru heildarmyndina um aðdraganda og orsakir falls íslensku bankanna," segir Páll. Rúmlega 140 teknir í formlega skýrslutöku Páll segir að skýrslunni verði tölulegar upplýsingar um umfang þeirrar vinnu sem unnin hefur verið við rannsókn nefndarinnar, ritun skýrslunnar, svo og upplýsingar um það hverjir komu til skýrslutöku og hvenær. Rétt yfir 140 hafi verið teknir í formlega skýrslutöku og sumir oftar en einu sinni. Þá hafi verið rætt við yfir 300 manns á fundum til viðbótar. Aðspurður hvort að nefndin muni gera tillögur um framahaldsrannsókn á einstökum þáttum segist Páll ekki geta tjáð sig um það.Styttist í skil Páll segir að nefndin hafi unnið eftir þeirri áætlun að geta skilað skýrslunni 1. febrúar. Verkefni sé hins vegar stórt og margþætt og lokafrágangur tímafrekur. Af þeim sökum sé á þessari stundu ekki hægt að fullyrða nákvæmlega upp á dag eða klukkustund hvenær skýrslan verður birt. „Við erum á endasprettinum við skrif og að sinna ákveðnum þáttum sem lögin kveða á um, svo sem að gefa þeim sem undir það falla kost á að koma að athugasemdum og taka saman upplýsingar um atriði sem við kunnum að telja rétt að senda til ríkissaksóknara, forstöðumanna og hlutaðeigandi ráðuneyta," segir Páll.
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Sjá meira