Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku 19. ágúst 2010 00:15 Kristján níundi Afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, en vildi tíu árum áður afhenda Þýskalandi alla Danmörku – að Íslandi meðtöldu. Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira
Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Sjá meira