Bauð Þjóðverjum að eignast Danmörku 19. ágúst 2010 00:15 Kristján níundi Afhenti Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, en vildi tíu árum áður afhenda Þýskalandi alla Danmörku – að Íslandi meðtöldu. Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Kristján níundi Danakonungur, sá hinn sami og gaf Íslendingum stjórnarskrá árið 1874, bauð Þjóðverjum að eignast alla Danmörku sumarið 1864, þegar Danir höfðu tapað stríði við Þjóðverja út af héruðunum Slésvík og Holtsetalandi. Það var Vilhjálmur Prússakonungur, sem nokkrum árum síðar varð keisari sameinaðs Þýskalands, sem fékk þetta rausnarlega tilboð frá Danakonungi, fyrir milligöngu Leopolds Belgíukonungs. Otto von Bismarck, forsætisráðherra Prússlands, vildi hins vegar ekki taka meira frá Danmörku en héruðin Slésvík og Holtsetaland, enda hafði stríðið snúist um aðskilnaðarbaráttu þessara héraða frá Danmörku. Von Bismarck er raunar sagður hafa talið að Danir yrðu alltaf til vandræða innan Þýskalands og þess vegna væri betra að Danmörk yrði áfram sjálfstætt ríki. Danska dagblaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og vitnaði í sagnfræðinginn Tom Buk-Swienty, sem er að senda frá sér bók um þessa sögu. Við ritun bókarinnar fékk Buk-Swienty aðgang að einkaskjalasafni Kristjáns níunda, samkvæmt leyfi frá Margréti Danadrottningu, en það er í fyrsta sinn sem leyfi hefur fengist til að rannsaka einkaskjöl konungsins. Samkvæmt frásögn Buk-Swientys lét Kristján konungur dönsku stjórnina ekkert vita af þessum áformum sínum fyrr en nokkrum dögum síðar, þegar neitun hafði borist frá Þjóðverjum. Kristján var sjálfur uppalinn í Slésvík og mun hafa verið meira þýskur en danskur, þannig að spurningar vakna strax hvort þetta tilboð til Þjóðverja hefði ekki átt að teljast föðurlandssvik. Buk-Swienty er þó ekki á því, að því er fram kemur í Politiken. Meginástæða konungs mun hafa verið sú, að hann taldi þetta einu leiðina til að halda Danmörku saman sem einni heild, þótt undir Þýskalandi væri. Hin leiðin væri sú, sem varð ofan á, að Þjóðverjar hirtu einfaldlega Slésvík og Holtsetaland frá Dönum og slitu þar með Danmörku í tvennt til frambúðar. Ef mál hefðu þróast með þeim hætti, sem Danakonungur vildi sumarið 1864, hefði staða Íslands væntanlega verið allt önnur. Talið er að fordæmi Slésvíkur og Holtsetalands hafi orðið Íslendingum veigamikið vopn í baráttunni fyrir aðskilnaði frá Danmörku áratugum síðar. Ekki er víst að Þjóðverjar hefðu reynst Íslendingum jafn eftirgefanlegir og Danir.gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira