Arkitektar móðgast á fundi þingnefndar 15. september 2010 06:00 Mörður Árnason Þingmaðurinn segist ekki skilja hvers vegna arkitektar kveinki sér undan orðum hans.Fréttablaðið/Valli „Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þetta var argasti dónaskapur,“ segir Sigríður Magnúsdóttir, formaður Arkitektafélags Íslands, um framkomu Marðar Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar, á fundi umhverfisnefndar Alþingis fyrir hálfum mánuði. Fulltrúar Arkitektafélagsins voru kallaðir á fund umhverfisnefndarinnar 30. ágúst. Félagið hafði áður veitt umbeðna umsögn um frumvarp til mannvirkjalaga og til skipulagslaga sem ræða átti á fundinum. Sigríður og tveir félagar hennar komu á fund nefndarinnar. „Mörður mætti okkur með miklum fordómum gagnvart því starfi sem arkitektar eru að vinna og fór með miklar rangfærslur eins og jafnan er þegar menn þekkja ekki vel til. Hann taldi að allt sem illa hefði farið í manngerðu umhverfi á Íslandi væri vegna aðkomu arkitekta,“ lýsir Sigríður. Sigríður segist hafa sent formanni nefndarinnar, Ólínu Þorvarðardóttur, sem er flokkssystir Marðar, tölvuskeyti eftir fundinn. „Ég sagði að þetta hefði komið okkur verulega á óvart og við værum hugsi yfir framkomu þingmannsins,“ segir Sigríður. Mörður Árnason segist ekki hafa heyrt af bréfi formanns Arkitektafélagsins. Það komi honum mjög á óvart að arkitektarnir skuli hafi móðgast og kveinkað sér undan orðum hans sem sögð hafi verið í samræðum í léttum dúr. Arkitektarnir hafi á fundinum sagst hafa áhyggjur af stöðu byggingarlistar á Íslandi. „Ég sagði að arkitektar bæru sinn hlut ábyrgðarinnar á því að byggingarlist á Íslandi sé með því móti sem raun ber vitni. Arkitektar eru ákaflega misjafnir eins og aðrar starfsstéttir. Sumir þeirra eru frábærir listamenn. Aðra arkitekta hefur því miður hent að láta faglegan heiður víkja fyrir peningasjónarmiðum,“ útskýrir Mörður. Ólína Þorvarðardóttir segist engar athugasemdir hafa við framgöngu Marðar. „Mín skoðun er sú að hann hafi verið að tala í hálfkæringi og verið frekar grínaktugur um ljótar byggingar sem væru teiknaðar af arkitektum. Ég held að ummælum Marðar hafi alls ekki verið ætlað að gera lítið út arkitektum,“ segir formaður umhverfisnefndar. „Við höfðum ekki húmor fyrir þessu en kannski er þetta ný tegund af íslenskri fyndni,“ segir formaður Arkitektafélagsins. gar@frettabladid.is Sigríður Magnúsdóttir
Fréttir Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira