Viðskipti innlent

Arðgreiðslur úr VÍS stórjukust eftir að Exista eignaðist félagið

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar

Arðgreiðslur úr Vátryggingarfélagi Íslands jukust um nær þrjúhundruð prósent eftir að Exista, félag í meirihlutaeigu Bakkabræðra, eignaðist félagið.

Árið 2005 var hafist handa við að skipta Vátryggingarfélagi Íslands upp þannig að öll dóttur og hlutdeildarfélög voru tekin út úr félaginu og flutt yfir í önnur félög sem annaðhvort voru í eigu Existu eða voru sameinuð því.

Alls fóru um 30 milljarðar króna, nettó, út úr VÍS á árunum 2005 til 2008 í formi uppskiptingar eigna og arðgreiðslna. Á þessari mynd má sjá þróun arðgreiðslna frá árinu 1999 og einnig hvernig eignarhald félagsins breyttist.

Exista, félag í meirihlutaeigu bræðranna Lýðs og Ágústs Guðmundssona, eignaðist félagið árið 2006. Frá því ári hækka arðgreiðslur umtalsvert, fóru frá því að vera um 650 milljónir króna í 1,8 milljarð króna. Hækkunin nemur tæplega 300 prósentum.

Sömu sögu er að segja af Lífís, systurfélagi VÍS. Þar höfðu arðgreiðslur verið um 50 milljónir á ári að jafnaði. Eftir að Exista eignast félagið urðu þær hinsvegar 500 milljónir króna, eða eittþúsund prósentum hærri en áður.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×