Lilja íhugar að segja sig úr þingflokki VG 28. desember 2010 06:00 „Beðin um að segja af sér” var fyrirsögn á viðtali DV við Lilju Mósesdóttur fyrir rúmu ári. Nú veltir hún fyrir sér úrsögn úr þingflokknum. fréttablaðið/valli Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Lilja Mósesdóttir, þingmaður VG, furðar sig á viðbrögðum flokksforystunnar við hjásetu hennar, Atla Gíslasonar og Ásmundar Einars Daðasonar, við afgreiðslu fjárlaga fyrr í mánuðinum. Hún telur þau hörð og ekki til sátta fallin. Vísar hún til skrifa Árna Þórs Sigurðssonar, starfandi formanns þingflokksins, og Steingríms J. Sigfússonar formanns. Hún segir að svo kunni að fara að í það minnsta hún segi sig úr þingflokknum. Á þingflokksfundi fyrir jól lagði Árni Þór fram greinargerð í fimmtán liðum þar sem hann svarar yfirlýsingu þremenninganna um hjásetuna. Í fáum orðum sagt vísar hann fullyrðingum þeirra um efnahagsáætlun, efnahagsforsendur, niðurskurð, tekjuöflun, forgangsröðun og vinnubrögð á bug. Lilja segir þremenningana ætla að svara Árna efnislega í greinargerð sem lögð verður fyrir þingflokkinn á fundi hans á nýju ári. Um orð hans almennt segir hún hins vegar að þau komi henni verulega á óvart. „Það þarf tvo til að deila og það var von okkar að það væri hægt að setjast niður og ræða málin. Reyndar vonuðum við fram að þessari hjásetu að það yrði sest niður með okkur og reynt að ná samkomulagi en það var ekki gert. Eftir hjásetuna er það svo bara harkan sex og ég velti fyrir mér hverjir það eru sem virkilega þrá að sprengja þessa vinstri stjórn. Við höfum verið sökuð um það með hjásetunni en það voru ekki við sem töluðu um vantraustsyfirlýsingu heldur flokksforystan. Það var eins og hún væri að kalla fram vantraustsyfirlýsingu frá stjórnarandstöðunni." Lilja segir þau Atla og Ásmund hafa viljað semja um endanlega útgáfu fjárlaga. Þau hafi rétt fram sáttahönd með því að bera upp þrjár misróttækar tillögur um minni niðurskurð og aukna tekjuöflun. Ekki hafi verið reynt að ná sátt um tillögurnar. Lilja segir málflutning Árna Þórs ganga út á að þau þrjú eigi að biðjast afsökunar á hjásetunni, slíkur málflutningur auki ekki líkurnar á að sættir takist. Í jólakveðju til flokksmanna skrifaði Steingrímur J. Sigfússon meðal annars: „Steinum sem velt er í götuna fylgir mikil ábyrgð." Þeim orðum er talið beint að þremenningunum. „Margir túlkuðu þessa steina í götu ríkisstjórnarinnar sem valda einstaklinga í VG," segir Lilja. „Ef það er almennt skoðun stjórnarliða að við séum steinar í götu þeirra sé ég ekki annað en að við þurfum að bjóðast til að yfirgefa stjórnarliðið svo það geti haldið störfum sínum áfram." Spurð hvort það geti orðið að niðurstöðu að þau segi sig úr þingflokknum, svarar Lilja - og tekur fram að hún svari fyrir sig eina: „Ef þetta er viðhorfið er sá möguleiki fyrir hendi. Það var ekki ætlunin eftir hjásetuna en sá möguleiki varð til eftir viðbrögð forystunnar." Eins og sakir standi íhugi hún aðeins að segja sig úr þingflokknum, úrsögn úr flokknum sjálfum sé annað mál. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira