NBA: Dallas vann sinn tíunda leik í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. desember 2010 09:00 Dirk Nowitzki fagnar góðri sókn í nótt. Mynd/AP Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns.Dirk Nowitzki skoraði 25 stig, Jason Terry var 20 stig og Caron Butler skoraði 19 stig í 105-100 sigri Dallas Mavericks á Golden State Warriors en þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð. Það vakti hinsvegar meiri athygli að frönsku miðherjarnir Ian Mahinmi (12 stig og 10 fráköst) og Alexis Ajinca komu sterkir inn í veikindum Tyson Chandler og villuvandræðum Brendan Haywood. Golden State tapaði sínum fjórða leik í röð og þeim níunda í síðustu tíu leikjum. Stephen Curry var með 21 stig, David Lee skoraði 20 stig og Monta Ellis var með 18 stig.Kobe Bryant skoraði 32 stig og Lamar Odom var með 24 stig þegar Los Angeles Lakers vann 115-108 sigur á Washington Wizards. Pau Gasol var með 21 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar í síðasta heimaleik meistaranna í bili en framundan er sjö leikja og tveggja vikna útileikjaferðlag. Nick Young skoraði 30 stig fyrir Washington og John Wall var með 22 stig og 14 stoðsendingar en Wizards-liðið er búið að tapa öllum ellefu útileikjum sínum. Josh SmithMynd/AP Wesley Matthews var með 24 stig og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 20 stig þegar Portland Trail Blazers vann 106-99 sigur á Phoenix Suns. Suns var búið að vinna þrjá leiki í röð og var með níu stiga forskot í upphafi fjórða leikhlutans en allt kom fyrir ekki. Steve Nash var með 24 stig og 15 stoðsendingar hjá Phoenix. Andre Miller, leikstjórnandi Portland, tók út leikbann í þessum leik en hann var búinn að spila 632 leiki í röð eða alla leiki síðan í janúar 2003.Atlanta Hawks blómstrar án stjörnuleikmannsins Joe Johnson en liðið vann 116-101 sigur á New Jersey Nets í nótt. Josh Smith skoraði 34 stig en hann hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Hawks-liðið er búið að vinna 4 af 5 leikjum sínum síðan að Joe Johnson meiddist á olnboga. Jamal Crawford var með 26 stig og Al Horford bætti við 24 stigum. 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir Nets og Devin Harris var með 18 stig og 13 stoðsendingar. Stephen Jackson og J.R. Smith.Mynd/AP George Karl náði ekki að vinna sinn þúsundasta leik sem þjálfari þegar Denver Nuggets tapaði 98-100 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Bobcats og Gerald Wallace var með 20 stig. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony var með 22 stig fyrir Denver sem var búið að vinna sjö leiki í röð.Luis Scola var með 35 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 97-83 sigur á Detroit Pistons á heimavelli sínum. Kyle Lowry var með 22 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Kevin Martin bætti við 21 stigi. Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Detroit.Thaddeus Young skoraði 26 stig í fjórða sigurleik Philadelphia 76ers í síðustu fimm leikjum. Philadelphia vann þá 117-97 sigur á Cleveland Cavaliers en gamla liðið hans LeBrons James hefur tapaði fimm síðustu leikjum sínum með 22,2 stigum að meðaltali. J.J. Hickson skoraði 18 stig fyrir Cleveland. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant og Nick Young fóru báðir yfir 30 stiga múrinn í nótt.Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 116-101 Charlotte Bobcats-Denver Nuggets 100-98 Philadelphia 76ers-Cleveland Cavaliers 117-97 Dallas Mavericks-Golden State Warriors 105-100 Houston Rockets-Detroit Pistons 97-83 Portland Trail Blazers-Phoenix Suns 106-99 Los Angeles Lakers-Washington Wizards 115-108 NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira
Dallas Mavericks er heitasta liðið í NBA-deildinni í körfubolta en liðið vann sinn tíunda leik í röð í nótt. Los Angeles Lakers vann Washington Wizards, Portland Trail Blazers skellti Phoenix Suns og þá blómstrar Atlanta Hawks án síns besta leikmanns.Dirk Nowitzki skoraði 25 stig, Jason Terry var 20 stig og Caron Butler skoraði 19 stig í 105-100 sigri Dallas Mavericks á Golden State Warriors en þetta var tíundi sigurleikur liðsins í röð. Það vakti hinsvegar meiri athygli að frönsku miðherjarnir Ian Mahinmi (12 stig og 10 fráköst) og Alexis Ajinca komu sterkir inn í veikindum Tyson Chandler og villuvandræðum Brendan Haywood. Golden State tapaði sínum fjórða leik í röð og þeim níunda í síðustu tíu leikjum. Stephen Curry var með 21 stig, David Lee skoraði 20 stig og Monta Ellis var með 18 stig.Kobe Bryant skoraði 32 stig og Lamar Odom var með 24 stig þegar Los Angeles Lakers vann 115-108 sigur á Washington Wizards. Pau Gasol var með 21 stig, 14 fráköst og 8 stoðsendingar í síðasta heimaleik meistaranna í bili en framundan er sjö leikja og tveggja vikna útileikjaferðlag. Nick Young skoraði 30 stig fyrir Washington og John Wall var með 22 stig og 14 stoðsendingar en Wizards-liðið er búið að tapa öllum ellefu útileikjum sínum. Josh SmithMynd/AP Wesley Matthews var með 24 stig og þeir Brandon Roy og LaMarcus Aldridge skoruðu báðir 20 stig þegar Portland Trail Blazers vann 106-99 sigur á Phoenix Suns. Suns var búið að vinna þrjá leiki í röð og var með níu stiga forskot í upphafi fjórða leikhlutans en allt kom fyrir ekki. Steve Nash var með 24 stig og 15 stoðsendingar hjá Phoenix. Andre Miller, leikstjórnandi Portland, tók út leikbann í þessum leik en hann var búinn að spila 632 leiki í röð eða alla leiki síðan í janúar 2003.Atlanta Hawks blómstrar án stjörnuleikmannsins Joe Johnson en liðið vann 116-101 sigur á New Jersey Nets í nótt. Josh Smith skoraði 34 stig en hann hitti úr 14 af 16 skotum sínum. Hawks-liðið er búið að vinna 4 af 5 leikjum sínum síðan að Joe Johnson meiddist á olnboga. Jamal Crawford var með 26 stig og Al Horford bætti við 24 stigum. 10 fráköstum og 6 stoðsendingum. Brook Lopez skoraði 24 stig fyrir Nets og Devin Harris var með 18 stig og 13 stoðsendingar. Stephen Jackson og J.R. Smith.Mynd/AP George Karl náði ekki að vinna sinn þúsundasta leik sem þjálfari þegar Denver Nuggets tapaði 98-100 á útivelli á móti Charlotte Bobcats. Stephen Jackson skoraði 23 stig fyrir Bobcats og Gerald Wallace var með 20 stig. Chauncey Billups skoraði 25 stig fyrir Denver og Carmelo Anthony var með 22 stig fyrir Denver sem var búið að vinna sjö leiki í röð.Luis Scola var með 35 stig og 12 fráköst þegar Houston Rockets vann 97-83 sigur á Detroit Pistons á heimavelli sínum. Kyle Lowry var með 22 stig og 12 stoðsendingar fyrir Houston og Kevin Martin bætti við 21 stigi. Rodney Stuckey skoraði 18 stig fyrir Detroit.Thaddeus Young skoraði 26 stig í fjórða sigurleik Philadelphia 76ers í síðustu fimm leikjum. Philadelphia vann þá 117-97 sigur á Cleveland Cavaliers en gamla liðið hans LeBrons James hefur tapaði fimm síðustu leikjum sínum með 22,2 stigum að meðaltali. J.J. Hickson skoraði 18 stig fyrir Cleveland. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Kobe Bryant og Nick Young fóru báðir yfir 30 stiga múrinn í nótt.Mynd/APAtlanta Hawks-New Jersey Nets 116-101 Charlotte Bobcats-Denver Nuggets 100-98 Philadelphia 76ers-Cleveland Cavaliers 117-97 Dallas Mavericks-Golden State Warriors 105-100 Houston Rockets-Detroit Pistons 97-83 Portland Trail Blazers-Phoenix Suns 106-99 Los Angeles Lakers-Washington Wizards 115-108
NBA Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Íslenski boltinn Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Íslenski boltinn Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Fleiri fréttir Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Shaq segist hundrað prósent Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Þruman skellti í lás og tók forystuna Tryllt eftirspurn eftir miðum „Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Þakkaði sjálfboðaliðum og minnti á mikilvægi íþrótta Lögmálið: Er NBA að svindla í lottóinu? Svarar Brynjari fullum hálsi: „Óboðleg tilraunastarfsemi á börnum í íþróttum“ Pétur tekur við þjálfun Hauka „Fallegasta samband sem hægt er að mynda“ Sjá meira