Button: Besti sigurinn frá upphafi 18. apríl 2010 18:34 Lewis Hamilton, Martin Whitmarsh og Jenson Button fagna tvöföldum sigri McLaren í Kína í dag. mynd: Getty Images Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. "Þetta er besti sigur minn, en í hvert skipti sem maður vinnur upplifir maður besta sigurinn, en þessi þurfti mikla fyrirhöfn við erfiðar aðstæður", sagði Button á fundi með fréttamönnum. "Ég var kominn með hjartað upp í munn þegar öryggisbíllinn kom út, vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var kominn með gott forskot og skyndilega náðu mér allir vegna öryggisbílsins, þetta gerði mér erfitt fyrir... En svo þegar ég var kominn með ný dekk undir bílinn í loki leið mér vel og bíllinn var frábær. Ég keyrði hæfilega hratt til að halda stöðunni." "Svo fór að rigna aftur í lokin, eftir að ég hafði náð ágætu forskoti á Hamilton. Ég gerði mistök í krappri beygju og fór of utarlega, en það slapp til. Ég flaut upp á köflum í bleytunni og varð að slaka á. Það var virkilega erfitt að keppa við þessar aðstæður." "Sigurinn er kærkominn og er þýðingarmikill. Við tókum réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Þessi keppni snerist um útsjónarsemi og að lesa aðstæður rétt. Það að koma sekúndu á undan Hamilton í mark sýnir hvað liðið hefur gert góða hluti í mótinu", sagði Button. Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Bretinn Jenson Button var kampakátur sigurvegari Formúlu 1 mótsins í Kína í dag, en var taugaspenntur um tíma þegar öryggisbíll var kallaður inn á brautina vegna óhapps. Hafði áhyggjur af stöðu sinni eftir að hafa náð forystu. "Þetta er besti sigur minn, en í hvert skipti sem maður vinnur upplifir maður besta sigurinn, en þessi þurfti mikla fyrirhöfn við erfiðar aðstæður", sagði Button á fundi með fréttamönnum. "Ég var kominn með hjartað upp í munn þegar öryggisbíllinn kom út, vissi ekki hvað myndi gerast. Ég var kominn með gott forskot og skyndilega náðu mér allir vegna öryggisbílsins, þetta gerði mér erfitt fyrir... En svo þegar ég var kominn með ný dekk undir bílinn í loki leið mér vel og bíllinn var frábær. Ég keyrði hæfilega hratt til að halda stöðunni." "Svo fór að rigna aftur í lokin, eftir að ég hafði náð ágætu forskoti á Hamilton. Ég gerði mistök í krappri beygju og fór of utarlega, en það slapp til. Ég flaut upp á köflum í bleytunni og varð að slaka á. Það var virkilega erfitt að keppa við þessar aðstæður." "Sigurinn er kærkominn og er þýðingarmikill. Við tókum réttar ákvarðanir á mikilvægum stundum. Þessi keppni snerist um útsjónarsemi og að lesa aðstæður rétt. Það að koma sekúndu á undan Hamilton í mark sýnir hvað liðið hefur gert góða hluti í mótinu", sagði Button.
Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira