Útskryppi utan alfaraleiðar Friðrika Benónýsdóttir skrifar 10. nóvember 2010 07:00 Furðustrandir eru metnaðarfullt verk og betur stílað en fyrri bækur höfundarins. Bækur **** Furðustrandir Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2010 Erlendur rannsóknarlögreglumaður, söguhetjan í flestum sakamálasögum Arnaldar Indriðasonar, er merkileg týpa. Afdaladrengur að austan með dimmar sorgir á bakinu og lifir hálfur í fortíðinni. Í Furðuströndum er hann á heimaslóðum, í eyðibýlinu sem eitt sinn var æskuheimili hans og þar sem harmurinn dundi yfir. Hann er einn, hefur ekkert samband við fólkið sitt eða samstarfsmenn í borginni og fer upp á eigin spýtur að garfa í hvarfi konu á Eskifirði árið 1942. Hún er talin hafa horfið á heiðinni í aftakaveðrinu sem hópur breskra hermanna lenti í fyrir austan í janúar 1942, en Erlendur, með sína áráttu fyrir mannshvörfum, á erfitt með að kyngja þeirri skýringu. Um leið er sagan lýsing á hverfandi heimi, rannsóknin fer fram í skugga byggingar álvers og Kárahnjúkastíflu og sá heimur sem Erlendur og fólkið sem aðild á að glæpnum tilheyrir er um það bil að deyja út. Dauðinn er óhugnanlega nálægur bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu og má eiginlega segja að ásamt Erlendi sé hann aðalsöguhetja bókarinnar. Formið er hér annað en fyrr hjá Arnaldi, lengi framan af er ekki einu sinni ljóst hvort nokkur glæpur hefur verið framinn en þeim mun betur farið í saumana á löngu liðnum samskiptum fólks í plássunum fyrir austan. Inn á milli koma kaflar sem við könnumst við úr fyrri bókum; Erlendur einn með hugsunum sínum um hvarf bróðurins, einmanaleikann og sektarkenndina, en hér eru þeir mun betur útfærðir og falla betur inn í frásögnina. Óblíð lífsbaráttan og átökin við náttúruöflin eru ekki einkaharmur hans heldur örlagavaldur í lífi allra sem við sögu koma. Frásögnin stigmagnast eftir því sem Erlendi miðar áfram með rannsóknina á hvarfi konunnar og eigin harmi og fer undir lokin alveg að mörkum hrollvekjunnar. Spennan skapast ekki eingöngu af því að fleiri púslbitar falli á sinn stað í rannsókn málsins heldur ekki síður af þróuninni í sögu Erlendar sjálfs og glímu hans við drauga fortíðinnar. Þeir lesendur sem saknað hafa Erlendar í síðustu bókum fá hér næstum yfirskammt af honum, sjá inn í kviku og komast kannski að fleiru um hann en þeir kærðu sig um að vita. Furðustrandir eru metnaðarfullt verk og betur stílað en fyrri bækur höfundarins. Þetta er Arnaldur eins og hann gerist bestur, jafnvel betri. Fantavel byggð breið skáldsaga um ástir og örlög fólks í litlu sjávarþorpi um miðja síðustu öld og minnir á köflum á þjóðfélagsbreytingaskáldsögur þess tíma. Kæmi ekki á óvart þótt næstu verk Arnaldar yrðu á allt öðrum nótum en sakamálasögurnar sem hann hefur skrifað undanfarin fjórtán ár. Niðursstaða: Fantavel byggð breið skáldsaga sem minnir á þjóðfélagsbreytingaskáldsögur fyrri tíma. Arnaldur eins og hann gerist bestur, jafnvel betri. Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bækur **** Furðustrandir Arnaldur Indriðason Vaka-Helgafell 2010 Erlendur rannsóknarlögreglumaður, söguhetjan í flestum sakamálasögum Arnaldar Indriðasonar, er merkileg týpa. Afdaladrengur að austan með dimmar sorgir á bakinu og lifir hálfur í fortíðinni. Í Furðuströndum er hann á heimaslóðum, í eyðibýlinu sem eitt sinn var æskuheimili hans og þar sem harmurinn dundi yfir. Hann er einn, hefur ekkert samband við fólkið sitt eða samstarfsmenn í borginni og fer upp á eigin spýtur að garfa í hvarfi konu á Eskifirði árið 1942. Hún er talin hafa horfið á heiðinni í aftakaveðrinu sem hópur breskra hermanna lenti í fyrir austan í janúar 1942, en Erlendur, með sína áráttu fyrir mannshvörfum, á erfitt með að kyngja þeirri skýringu. Um leið er sagan lýsing á hverfandi heimi, rannsóknin fer fram í skugga byggingar álvers og Kárahnjúkastíflu og sá heimur sem Erlendur og fólkið sem aðild á að glæpnum tilheyrir er um það bil að deyja út. Dauðinn er óhugnanlega nálægur bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu og má eiginlega segja að ásamt Erlendi sé hann aðalsöguhetja bókarinnar. Formið er hér annað en fyrr hjá Arnaldi, lengi framan af er ekki einu sinni ljóst hvort nokkur glæpur hefur verið framinn en þeim mun betur farið í saumana á löngu liðnum samskiptum fólks í plássunum fyrir austan. Inn á milli koma kaflar sem við könnumst við úr fyrri bókum; Erlendur einn með hugsunum sínum um hvarf bróðurins, einmanaleikann og sektarkenndina, en hér eru þeir mun betur útfærðir og falla betur inn í frásögnina. Óblíð lífsbaráttan og átökin við náttúruöflin eru ekki einkaharmur hans heldur örlagavaldur í lífi allra sem við sögu koma. Frásögnin stigmagnast eftir því sem Erlendi miðar áfram með rannsóknina á hvarfi konunnar og eigin harmi og fer undir lokin alveg að mörkum hrollvekjunnar. Spennan skapast ekki eingöngu af því að fleiri púslbitar falli á sinn stað í rannsókn málsins heldur ekki síður af þróuninni í sögu Erlendar sjálfs og glímu hans við drauga fortíðinnar. Þeir lesendur sem saknað hafa Erlendar í síðustu bókum fá hér næstum yfirskammt af honum, sjá inn í kviku og komast kannski að fleiru um hann en þeir kærðu sig um að vita. Furðustrandir eru metnaðarfullt verk og betur stílað en fyrri bækur höfundarins. Þetta er Arnaldur eins og hann gerist bestur, jafnvel betri. Fantavel byggð breið skáldsaga um ástir og örlög fólks í litlu sjávarþorpi um miðja síðustu öld og minnir á köflum á þjóðfélagsbreytingaskáldsögur þess tíma. Kæmi ekki á óvart þótt næstu verk Arnaldar yrðu á allt öðrum nótum en sakamálasögurnar sem hann hefur skrifað undanfarin fjórtán ár. Niðursstaða: Fantavel byggð breið skáldsaga sem minnir á þjóðfélagsbreytingaskáldsögur fyrri tíma. Arnaldur eins og hann gerist bestur, jafnvel betri.
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira