Vinnubrögð ekki í samræmi við verklagsreglur 17. september 2010 05:15 Vestmannaeyjar Forstjóri Barnaverndarstofu mun ræða við barnaverndarnefndina í Vestmannaeyjum. „Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira
„Samkvæmt forsendum dóms héraðsdóms var um að ræða verklag sem samræmist ekki þeim faglegu kröfum sem Barnaverndarstofa gerir í málum af þessu tagi.“ Þetta segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, spurður um vinnubrögð við rannsókn á kynferðisbrotamáli í Vestmannaeyjum þar sem rúmur mánuður leið frá því að meint brot átti sér stað þar til brotaþolinn, lítil stúlka, var færð til skýrslutöku í Barnahúsi. Í millitíðinni var barnið ítrekað yfirheyrt um atvikið hjá sálfræðingi, auk þess sem móðir þess lét það taka þátt í sérstökum leik til að fá fram frásögn þess af því sem gerst hafði. Taldi dómurinn þessa málsmeðferð til þess fallna að rýra sönnunargildi Barnahússskýrslunnar og sýknaði á þeim grundvelli hálf áttræðan mann sem ákærður hafði verið fyrir kynferðisbrotið gegn stúlkubarninu. „Það er mjög mikilvægt að barnið hafi ekki þurft að sæta ítrekuðum viðtölum við rannsakendur í svona málum áður en það fer í skýrslutöku í Barnahúsi,“ segir Bragi. Hann undirstrikar að ekki sé verið að taka afstöðu til sýknudómsins sem slíks. Hins vegar verði farið yfir málsmeðferðina með starfsmönnum og barnaverndarnefnd og að líkindum gerðar athugasemdir við verklagið að svo búnu. Nítján konur kærðu manninn í kjölfar kæru foreldra litlu stúlkunnar. „Þetta er mjög þekkt munstur,“ segir Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta. „Þegar einhver rýfur þögnina þá opnast flóðgáttir. Sumir kynferðisbrotamenn hafa langa slóð á eftir sér.“- jss
Fréttir Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Innlent Fluttur á slysadeild eftir hópárás Innlent Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Veður Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fleiri fréttir Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Sjá meira