Innlent

Vilja að ráðherrar láti af þingmennsku

Þingmenn þriggja flokka á Alþingi hafa lagt fram breytingatillögu við þingsályktunartillögu um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Tillagan gerir ráð fyrir því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi. Að tillögunni standa þau Siv Friðleifsdóttir, Eygló Harðardóttir og Höskuldur Þórhallsson, Framsóknarflokki. Pétur H. Blöndal, Sjálfstæðisflokki og Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu.

Þingmennirnir leggja til að eftirfarandi verði bætt við tillöguna: „Skilið verði betur á milli löggjafarvalds og framkvæmdarvalds, m.a. með því að ráðherrar gegni ekki þingmennsku samhliða ráðherradómi."

Í greinargerð með tillögunni segir einnig að við breytingu á þingsetu ráðherra þyrfti jafnframt að huga að stöðu og styrk stjórnarandstöðunnar á Alþingi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×