Umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis hófst Alþingi í dag. Áður en hún hófst gerðu þingmenn Hreyfingarinnar athugasemdir við dagskránna. Ógerlegt væri fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel til að geta tekið þátt í umræðunum.
Tæplega 30 eru á mælendaskrá. Fyrstu ræðuna flutti Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlaganefndar og þingmaður Samfylkingarinnar. Hann sagði verkefni þingmanna, stjórnkerfisins, fjölmiðla og raunar þjóðarinnar allar væri að draga lærdóm af skýrslunni og vinna að endurreisn fjármála- og stjórnkerfisins með nýjum og bættum reglum.
Guðbjartur sagði að gróðahyggja hafi orðið að leiðandi stjórnmálastefnu hér á landi. Gildi hafi veikst og að hagnaðarvon hafi orðið drifkraftur góðra verka.
„Hugtakið frelsi var afbakað. Einkaaðilar áttu helst að reka alla þjónustu og voru ekki nein bærileg rök færð fyrir því og þeir alltaf taldir skila betri rekstri en hið opinbera. Hin ósýnilega hönd markaðarins átti að leiða samfélag okkar til betri vegar," sagði þingmaðurinn og bætti við að þessi
hugmyndaheimur og hagfræðikenningar hafi síðar leitt til bankahrunsins.
Þingmenn ræða um skýrsluna
Tengdar fréttir
Gagnrýndu dagskrá Alþingis
Þingmenn Hreyfingarinnar gagnrýndu dagskrá Alþingis við upphaf þingfundar í dag. Eitt mál var á dagskrá, umræða um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyfingarinnar, sagði nær ógerlegt fyrir þingmenn að kynna sér innihald skýrslunnar sem kom út í gær nægilega vel.