Körfubolti

Nelson tryggði Orlando sigur

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Jameer Nelson skoraði sigurkörfuna gegn Brook Lopez og félögum í gær.
Jameer Nelson skoraði sigurkörfuna gegn Brook Lopez og félögum í gær. AP

Jameer Nelson tryggði Orlando Magic sigur gegn New Jersey Nets í NBA deildinni í körfuknattleik. Leikstjórnandinn skoraði 4 sekúndum fyrir leikslok og kom í veg fyrir að Orlando tapaði sínum þriðja leik í röð. Lokatölur 91-90.

Nelson hitti ekki úr tveimur vítaskotum þegar 19 sekúndur voru eftir af leiknum, Brook Lopez, kom Nets yfir 90-89, með tveimur vítaskotum þegar 11 sekúndur voru eftir. Nelson fékk boltann á eigin vallarhelmingi, brunaði upp völlinn, og skoraði sigurkörfuna.

Devin Harris skoraði 26 stig, gaf 8 stoðsendingar og tók 6 fráköst í liði Nets. Lopez skoraði 23 stig fyrir Nets. Dwight Howard skoraði 16 stig í liði Orlando og hann tók einnig 10 fráköst.

Miami - Toronto 109-100

Dwayne Wade skoraði 31 stig fyrir Miami og LeBron James skoraði 23 stig og gaf að auki 11 stoðsendingar í liði Miami. Chris Bosh náði sér ekki á strik gegn sínu gamla liði en hann lék aðeins í 21 mínútu og skoraði 12 stig.

Boston - Memphis 116-110

Paul Pierce skoraði 28 stig fyrir Boston sem marði sigur í Memphis í framlengdum leik. Þetta var sjöundi sigurleikur Boston í síðustu átta leikjum.

Utah - Charlotte 96-95

Deron Williams, leikstjórnandi Utah, tryggði Utah sigur á síðustu sekúndu leiksins þegar hann skoraði með sveifluskoti. Utah var 16 stigum undir í leikhléi en liðið hélt uppteknum hætti frá því í síðustu leikjum og vann upp forskotið. Nazr Mohammed skoraði 22 stig og tók 20 fráköst fyrir heimamenn í Charlotte.

Cleveland - Indiana 85-99

Chicago - Washington 103-96

New Orleans - Portland 107-87

Milwaukee - Golden State 79-72

San Antonio - Philadelphia 116-93



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×