Innlent

Stjórn BSRB vill rannsókn á einkavæðingunni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. Mynd/ vilhelm.
Elín Björg Jónsdóttir er formaður BSRB. Mynd/ vilhelm.
Stjórn BSRB kallar eftir því að einkavæðing bankanna verði rannsökuð. Í ályktun frá stjórninni segir að Rannsóknarnefnd Alþingis hafi komist að því í skýrslu sinni að víða hefði pottur verið brotinn hvað hana varðar og hinu sama má finna stað í skýrslu þingmannanefndar.

Stjórn BSRB segir að hrunið, aðdragandi þess og afleiðingar, verði ekki að fullu gert upp fyrr en það ferli hefur verið kannað í þaula. Þar skipti lög um fyrningu ekki öllu; rannsóknin ein og sér muni stuðla að frekari sátt í samfélaginu. Það að horfast í augu við mistök fortíðarinnar geri Íslendingum betur kleift að skapa réttlátt samfélag til framtíðar.

BSRB hvetur því Alþingi Íslendinga til að samþykkja óháða rannsókn á einkavæðingu bankanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×